Viðskipti innlent

Niðurstöðu úr viðræðum 365 og Vodafone að vænta eftir nokkrar vikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð.
Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Andri Marinó
Einkaviðræður Fjarskipta hf og 365 miðla um möguleg kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarksiptaþjónustu 365 miðla hf. hafa staðið yfir undanfarna tvo og hálfan mánuð og ganga vel að sögn Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra 365. 

Sævar segir í pósti til starfsmanna í dag að ljóst sé að niðurstaða viðræðnanna muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur.

Kaupin eru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum. Undir ljósvakamiðla 365 falla bæði sjónvarps-og útvarpsrekstur félagsins en Fréttablaðið og Vísir.is eru undanskilin í viðskiptunum samkvæmt samkomulaginu.

Í tilkynningu frá Vodafone þann 31. ágúst kom fram að 365 miðlar hf. „muni halda áfram rekstri fréttastofu og verður samið um miðlun efnis milli aðila eftir því sem við á.“



Tengdar fréttir

Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365

Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×