Snakktollurinn hverfur um áramótin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:45 Um næstu áramót munu tollar á margvíslegum vörum falla niður. Myndvinnsla/Garðar Um næstu áramót munu tollar á margvíslegum iðnaðarvörum falla niður. Tollar á þessum vörum eru á bilinu 4-20 prósent. Í mörgum tilvikum verður lítil breyting á verði innfluttra vara um áramótin. Ástæðan er sú að þær hafa að miklu leyti verið fluttar inn frá ríkjum sem Ísland hefur fríverslunarsamninga við. Tollarnir sem leggjast af um næstu áramót eru oftast á bilinu 4-10 prósent. Dæmi um vörur sem hafa borið tolla við innflutning en verða tollfrjálsir frá og með 1. Janúar 2017 eru: Sjónvörp, útvarpstæki og hljómtæki (7,5 prósent) Leikföng og spil (10 prósent) Húsgögn (10 prósent) Ýmis íþróttabúnaður, til dæmis skíða-, golf- og stangveiðibúnaður (10 prósent) Gasgrill (7,5 prósent) Leðurvörur, reiðtygi o.fl. (10 prósent) Snyrtivörur (10 prósent) Barnavagnar (10 prósent) Byssur og skotfæri (7,5 prósent) Ýmsar plast- og gúmmívörur (4-10 prósent) Mikið af þessum vörum er flutt inn án nokkurra tolla og þess vegna getur því verið snúið að átta sig á því hvaða vörur eiga að lækka í verði. Félag atvinnurekenda vill hvetja fyrirtæki til að skila lækkuninni að fullu til neytenda. Þessar vörur eru allar í köflum 25 til 97 í tollskránni. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu nam innflutningur á vörum í þessum köflum tollskrárinnar 547 milljörðum árið 2015. Snakktollurinn hverfur Einn tollur verður afnuminn um áramótin sem fellur ekki undir 25.-97. kafla tollskrárinnar. Það er 59 prósent tollur á kartöflusnakk. Alþingi samþykkti í desember árið 2015 að sá tollur skyldi afnuminn frá og með 1. Janúar 207. Þegar þessar breytingar taka gildi munu eingöngu standa eftir tollar á matvöru, aðallega á kjöt- og mjólkurvörur sem framleiddar eru hér á landi. Hæsti prósentutollurinn sem lagður er á nokkra innflutta vöru er lagður á franskar kartöflur. Tollur á franskar er 76 prósent. Aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi framleiðir franskar kartöflur og er það Þykkvabær. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Um næstu áramót munu tollar á margvíslegum iðnaðarvörum falla niður. Tollar á þessum vörum eru á bilinu 4-20 prósent. Í mörgum tilvikum verður lítil breyting á verði innfluttra vara um áramótin. Ástæðan er sú að þær hafa að miklu leyti verið fluttar inn frá ríkjum sem Ísland hefur fríverslunarsamninga við. Tollarnir sem leggjast af um næstu áramót eru oftast á bilinu 4-10 prósent. Dæmi um vörur sem hafa borið tolla við innflutning en verða tollfrjálsir frá og með 1. Janúar 2017 eru: Sjónvörp, útvarpstæki og hljómtæki (7,5 prósent) Leikföng og spil (10 prósent) Húsgögn (10 prósent) Ýmis íþróttabúnaður, til dæmis skíða-, golf- og stangveiðibúnaður (10 prósent) Gasgrill (7,5 prósent) Leðurvörur, reiðtygi o.fl. (10 prósent) Snyrtivörur (10 prósent) Barnavagnar (10 prósent) Byssur og skotfæri (7,5 prósent) Ýmsar plast- og gúmmívörur (4-10 prósent) Mikið af þessum vörum er flutt inn án nokkurra tolla og þess vegna getur því verið snúið að átta sig á því hvaða vörur eiga að lækka í verði. Félag atvinnurekenda vill hvetja fyrirtæki til að skila lækkuninni að fullu til neytenda. Þessar vörur eru allar í köflum 25 til 97 í tollskránni. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu nam innflutningur á vörum í þessum köflum tollskrárinnar 547 milljörðum árið 2015. Snakktollurinn hverfur Einn tollur verður afnuminn um áramótin sem fellur ekki undir 25.-97. kafla tollskrárinnar. Það er 59 prósent tollur á kartöflusnakk. Alþingi samþykkti í desember árið 2015 að sá tollur skyldi afnuminn frá og með 1. Janúar 207. Þegar þessar breytingar taka gildi munu eingöngu standa eftir tollar á matvöru, aðallega á kjöt- og mjólkurvörur sem framleiddar eru hér á landi. Hæsti prósentutollurinn sem lagður er á nokkra innflutta vöru er lagður á franskar kartöflur. Tollur á franskar er 76 prósent. Aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi framleiðir franskar kartöflur og er það Þykkvabær.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira