Áfram stefnt að skráningu Arion banka fyrripart 2017 Hafliði Helgason skrifar 16. nóvember 2016 14:45 Stefna um sölu Arion banka er óbreytt og stefnt að skráningu hans á fyrrihluta næsta árs. Frettabladid/Anton Brink Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira