Áfram stefnt að skráningu Arion banka fyrripart 2017 Hafliði Helgason skrifar 16. nóvember 2016 14:45 Stefna um sölu Arion banka er óbreytt og stefnt að skráningu hans á fyrrihluta næsta árs. Frettabladid/Anton Brink Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira