Áfram stefnt að skráningu Arion banka fyrripart 2017 Hafliði Helgason skrifar 16. nóvember 2016 14:45 Stefna um sölu Arion banka er óbreytt og stefnt að skráningu hans á fyrrihluta næsta árs. Frettabladid/Anton Brink Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Áfram er stefnt að því að skrá Arion banka í kauphöll á næsta ári í kjölfar sölu hlutar bankans. Viðræður hafa verið í gangi milli lífeyrissjóða og Kaupþings um sölu hlutar bankans. Orðrómur hefur verið á kreiki um að seljendur þrýsti á um að væntanlegir kaupendur skuldbindi sig í ferlinu sem fyrst og hefur dagsetningin 21. nóvember verið nefnd í því sambandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er slíkt ofsögum samt, en viðurkennt er að þrýstingur sé á um að unnið sé hratt. Engar dagsetningar hafi verið nefndar, en stefnt hefur verið að því að selja hlut í bankanum með útboðsfyrirkomulagi til fagfjárfesta og almennings og skrá Arionbanka á markað í kjölfarið. Sú stefna er að sögn óbreytt. Vandinn sem blasir við kaupendum nú er margvísleg óvissa í rekstrarumhverfi bankans. Þar vegur þungt óvissa um hvaða ríkisstjórn tekur við og hver verði vilji hennar til að breyta skattaumhverfi banka, en gert er ráð fyrir sérstökum bankaskatti í langtímaáætlun ríkisfjármála. Þá liggur heldur ekki fyrir hver verður eiginfjárkrafa bankanna, en sjá mátti á uppgjöri Íslandsbanka að þar var sýnd arðsemi eiginfjár miðað við 15 prósenta eiginfjárhlutfall, en núverandi eiginfjárhlutfall bankans er tæp 28 prósent. Allt hefur þetta áhrif á verðmat Arion banka. Uppgjör bankanna undanfarin misseri hafa litast af einskiptisliðum vegna uppfærslu eigna sem komu í hlut þeirra við fall fjármálakerfisins. Uppgjörin nú endurspegla orðið betur grunnrekstur fjármálafyrirtækjanna. Arion banki birtir sitt uppgjör í dag. Allt þetta hefur áhrif á það að kaupendamegin vilja menn flýta sér hægt og ólíklegt verður að teljast að erlendir aðilar sýni mikinn áhuga á að skuldbinda sig án ítarlegrar greiningar á þeim áhættuþáttum sem snúa að rekstrarumhverfi bankanna og íslensku efnahagsumhverfi.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira