Landinn horfir meira á símann en talar í hann Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2016 16:00 Ef marka má tölfræðina er stelpan að eiga samskipti í gegnum netið frekar en með SMS-sklaboðum. Vísir/Getty Fjarskiptahegðun Íslendinga er að breytast ansi hratt ef marka má nýja skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2016. Svo virðist sem samskipti séu að færast hratt úr hefðbundnum símhringingum og smáskilaboðum í samskipti í gegnum netið. Send SMS drógust saman um 10,4 prósent milli ára á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildarfjöldi SMS-skeyta dróst saman um 14 prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma jókst gagnamagn á farsímaneti um 58,9 prósent, gagnamagn, netið í símann, tæplega tvöfaldaðist, eða jókst um 96,7 prósent milli ára, og netþjónusta á farsímaneti jókst um 39 prósent. Símtölum til útlanda fer fækkandi milli ára. Fjöldi mínútna úr fastlínusíma, heimasíma og vinnusíma, dróst saman um 10,6 prósent milli ára, og um 26 prósent á síðustu tveimur árum. Ef litið er lengra til baka má sjá að símtöl hafa dregist saman mun meira bæði í heimasíma, farsíma og til útlanda á síðustu árum. Heildarfjöldi heimila með fastlínusamband hefur dregist saman um átta prósent á síðustu tveimur árum. Ljósleiðaravæðingin heldur ótrauð áfram, á meðan fjöldi internettenginga jókst einungis um 2,5 prósent milli ára þá jukust ljósleiðarar um 18,5 prósent milli ára. Fyrirfram greiddum símakortum fjölgar um 1,5 prósent sem má ef til vill rekja til fjölgunar ferðamanna hér á landi. Þegar litið er til farsímanetsáskrifta er Nova með 34,4 prósenta hlutdeild og jókst hún milli ára. Síminn missti hlutdeild og er með 33,7 prósent en hlutdeild Vodafone jókst frá 2015 og var 27,5 prósent. 365 var með 3,7 prósenta hlutdeild sem er óbreytt á milli ára. Heildartekjur á fjarskiptamarkaði jukust um 5,3 prósent milli ára og voru 27,7 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins en fjárfesting dróst saman um 2,8 prósent milli ára. saeunn@frettabladid.is Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Fjarskiptahegðun Íslendinga er að breytast ansi hratt ef marka má nýja skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um íslenska fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2016. Svo virðist sem samskipti séu að færast hratt úr hefðbundnum símhringingum og smáskilaboðum í samskipti í gegnum netið. Send SMS drógust saman um 10,4 prósent milli ára á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Heildarfjöldi SMS-skeyta dróst saman um 14 prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma jókst gagnamagn á farsímaneti um 58,9 prósent, gagnamagn, netið í símann, tæplega tvöfaldaðist, eða jókst um 96,7 prósent milli ára, og netþjónusta á farsímaneti jókst um 39 prósent. Símtölum til útlanda fer fækkandi milli ára. Fjöldi mínútna úr fastlínusíma, heimasíma og vinnusíma, dróst saman um 10,6 prósent milli ára, og um 26 prósent á síðustu tveimur árum. Ef litið er lengra til baka má sjá að símtöl hafa dregist saman mun meira bæði í heimasíma, farsíma og til útlanda á síðustu árum. Heildarfjöldi heimila með fastlínusamband hefur dregist saman um átta prósent á síðustu tveimur árum. Ljósleiðaravæðingin heldur ótrauð áfram, á meðan fjöldi internettenginga jókst einungis um 2,5 prósent milli ára þá jukust ljósleiðarar um 18,5 prósent milli ára. Fyrirfram greiddum símakortum fjölgar um 1,5 prósent sem má ef til vill rekja til fjölgunar ferðamanna hér á landi. Þegar litið er til farsímanetsáskrifta er Nova með 34,4 prósenta hlutdeild og jókst hún milli ára. Síminn missti hlutdeild og er með 33,7 prósent en hlutdeild Vodafone jókst frá 2015 og var 27,5 prósent. 365 var með 3,7 prósenta hlutdeild sem er óbreytt á milli ára. Heildartekjur á fjarskiptamarkaði jukust um 5,3 prósent milli ára og voru 27,7 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins en fjárfesting dróst saman um 2,8 prósent milli ára. saeunn@frettabladid.is
Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent