Úrskurður Kjararáðs hafði áhrif á ákvörðun um óbreytta vexti Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. nóvember 2016 19:30 Órói á vinnumarkaði í kjölfar úrskurðar Kjararáðs er á meðal þeirra óvissuþátta sem höfðu hvað mest áhrif á þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Aðalahagfræðingur Seðlabankans segir að úrskurður Kjararáðs um launahækkanir alþingismanna sé úr takti við þróun á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til óvissuþátta sem höfðu áhrif á ákvörðun um að halda styrivöxtum óbreyttum. „Má þar sérstaklega nefna óvissu um stefnuna í ríkisfjármálum, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og óljóst er á þessu stigi hver efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar verður. Þá gætir óróa á vinnumarkaði, ekki síst í kjölfar nýlegs úrskurðar um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. „Í ljósi umræðu um kosningaloforð er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það verði enn meiri slökun á aðhaldi ríkisfjármál og það er því áhættuþáttur númer eitt. Svo er orðin mikil ólga á vinnumarkaði í kjölfar nýlegs úrskurðar Kjararáðs. Í því samhengi sem þessi úrskurður kemur þá finnst mér þetta ákaflega óheppilegt og ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið réttara að taka þessi ákvörðun, eins og ég held að lögin segi, að það verði að horfa á stöðuna á vinnumarkaði. Hætta er sú að þetta leiði til mikillar ólgu og við erum þegar farin að sjá það,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og nefndarmaður í peningastefnunefnd. Þetta er rétt munað hjá Þórarni. Í 2. mgr. 8. gr. laga um kjararáð segir: „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Síðasti úrskurður ráðsins felur í sér 44 prósenta launahækkun fyrir alþingismenn en með þessum úrskurði ráðsins var þingafararkaup hækkað í 1.101.194 krónur á mánuði. „Eftir því sem við höfum skoðað þessar tölur hér þá sýnist okkur þetta vera umfram það (innsk. blm. hækkun á almennum vinnumarkaði) Jafnvel þótt litið sé aftur til ársins 2006,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Órói á vinnumarkaði í kjölfar úrskurðar Kjararáðs er á meðal þeirra óvissuþátta sem höfðu hvað mest áhrif á þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Aðalahagfræðingur Seðlabankans segir að úrskurður Kjararáðs um launahækkanir alþingismanna sé úr takti við þróun á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til óvissuþátta sem höfðu áhrif á ákvörðun um að halda styrivöxtum óbreyttum. „Má þar sérstaklega nefna óvissu um stefnuna í ríkisfjármálum, en aðhald hennar hefur slaknað nokkuð undanfarin tvö ár og óljóst er á þessu stigi hver efnahagsstefna næstu ríkisstjórnar verður. Þá gætir óróa á vinnumarkaði, ekki síst í kjölfar nýlegs úrskurðar um hækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. „Í ljósi umræðu um kosningaloforð er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það verði enn meiri slökun á aðhaldi ríkisfjármál og það er því áhættuþáttur númer eitt. Svo er orðin mikil ólga á vinnumarkaði í kjölfar nýlegs úrskurðar Kjararáðs. Í því samhengi sem þessi úrskurður kemur þá finnst mér þetta ákaflega óheppilegt og ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið réttara að taka þessi ákvörðun, eins og ég held að lögin segi, að það verði að horfa á stöðuna á vinnumarkaði. Hætta er sú að þetta leiði til mikillar ólgu og við erum þegar farin að sjá það,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og nefndarmaður í peningastefnunefnd. Þetta er rétt munað hjá Þórarni. Í 2. mgr. 8. gr. laga um kjararáð segir: „Kjararáð skal ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði.“ Síðasti úrskurður ráðsins felur í sér 44 prósenta launahækkun fyrir alþingismenn en með þessum úrskurði ráðsins var þingafararkaup hækkað í 1.101.194 krónur á mánuði. „Eftir því sem við höfum skoðað þessar tölur hér þá sýnist okkur þetta vera umfram það (innsk. blm. hækkun á almennum vinnumarkaði) Jafnvel þótt litið sé aftur til ársins 2006,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira