Bankinn slakar ekki á klónni Hafliði Helgason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að til skamms tíma þurfi eitthvað mikið að fara úrskeiðis til að bankinn hækki vexti. vísir/stefán Seðlabankinn ákvað að slaka ekki á klónni í stjórn peningamála og hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í gær og verða þeir áfram 5,25%. Víða voru væntingar á markaði um að bankinn myndi lækka vexti. Tónninn er hins vegar að aðhalds sé þörf áfram og ástæða sé til að beina auknu svigrúmi í hagkerfinu í sparnað fremur en í neyslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir stefna í mikinn hagvöxt á næsta ári. „Það eru horfur á því að hagvöxtur verði meiri en bankinn spáði í ágúst og í ríkari mæli er þessi hagvöxtur borinn uppi af innlendri eftirspurn, enda jókst hún um 10% á fyrri hluta þessa árs,“ segir hann. Bankinn spáir nú 5% hagvexti á þessu ári og 4% vexti hagkerfisins á næsta ári. Störfum hefur fjölgað mikið, en á móti kemur innflutningur vinnuafls sem hægir á þrýstingi í hagkerfinu. Samhliða vaxtaákvörðun bankans komu Peningamál út þar sem birtur er rökstuðningur fyrir vaxtaákvörðun og hagspá bankans. Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði bankans fram á mitt næsta ár, en muni síðan verða á bilinu 2,5 til 3% út spátímann. Þrátt fyrir viðunandi verðbólguhorfur er það niðurstaða peningastefnunefndar að ekki sé tilefni til vaxtalækkunar. Sú ávörðun er tekin miðað við áhættumat og hagspá bankans. Þar við bætast aðrir þættir svo sem óvissa um stefnu í ríkisfjármálum sem væntanlega verður viðvarandi þar til tekist hefur að koma saman nýrri ríkisstjórn. Þá er óvissa um þróun í kjaramálum í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og óvissa um þróun alþjóðamarkaða. Bankinn gerir nú gengisspá en seðlabankastjóri lagði áherslu á að erfitt sé að spá um þróun gengis og eignaverð. Gert er ráð fyrir áframhaldandi styrkingu, en það hægi á henni í forsendum spárinnar. Már sagði að peningastefnan væri hvað nafnvexti varðaði í hlutlausum gír. Vextir gætu hækkað eða lækkað eftir því hvernig spilaðist úr óvissuþáttunum og framvindu efnahagsmála. Hann sagði að miðað við spá bankans til skemmri tíma þyrfti eitthvað mikið að gerast til að vextir hækkuðu. „Þá þarf eitthvað að fara mikið úrskeiðis í kjaramálum eða stefnu í ríkisfjármálum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Seðlabankinn ákvað að slaka ekki á klónni í stjórn peningamála og hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum í gær og verða þeir áfram 5,25%. Víða voru væntingar á markaði um að bankinn myndi lækka vexti. Tónninn er hins vegar að aðhalds sé þörf áfram og ástæða sé til að beina auknu svigrúmi í hagkerfinu í sparnað fremur en í neyslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir stefna í mikinn hagvöxt á næsta ári. „Það eru horfur á því að hagvöxtur verði meiri en bankinn spáði í ágúst og í ríkari mæli er þessi hagvöxtur borinn uppi af innlendri eftirspurn, enda jókst hún um 10% á fyrri hluta þessa árs,“ segir hann. Bankinn spáir nú 5% hagvexti á þessu ári og 4% vexti hagkerfisins á næsta ári. Störfum hefur fjölgað mikið, en á móti kemur innflutningur vinnuafls sem hægir á þrýstingi í hagkerfinu. Samhliða vaxtaákvörðun bankans komu Peningamál út þar sem birtur er rökstuðningur fyrir vaxtaákvörðun og hagspá bankans. Bankinn gerir ráð fyrir að verðbólga haldist undir verðbólgumarkmiði bankans fram á mitt næsta ár, en muni síðan verða á bilinu 2,5 til 3% út spátímann. Þrátt fyrir viðunandi verðbólguhorfur er það niðurstaða peningastefnunefndar að ekki sé tilefni til vaxtalækkunar. Sú ávörðun er tekin miðað við áhættumat og hagspá bankans. Þar við bætast aðrir þættir svo sem óvissa um stefnu í ríkisfjármálum sem væntanlega verður viðvarandi þar til tekist hefur að koma saman nýrri ríkisstjórn. Þá er óvissa um þróun í kjaramálum í kjölfar ákvörðunar kjararáðs og óvissa um þróun alþjóðamarkaða. Bankinn gerir nú gengisspá en seðlabankastjóri lagði áherslu á að erfitt sé að spá um þróun gengis og eignaverð. Gert er ráð fyrir áframhaldandi styrkingu, en það hægi á henni í forsendum spárinnar. Már sagði að peningastefnan væri hvað nafnvexti varðaði í hlutlausum gír. Vextir gætu hækkað eða lækkað eftir því hvernig spilaðist úr óvissuþáttunum og framvindu efnahagsmála. Hann sagði að miðað við spá bankans til skemmri tíma þyrfti eitthvað mikið að gerast til að vextir hækkuðu. „Þá þarf eitthvað að fara mikið úrskeiðis í kjaramálum eða stefnu í ríkisfjármálum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira