Sushi-markaðurinn farinn að mettast Sæunn Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:00 Hagnaður Tokyo Sushi jókst um 11 milljónir milli ára, Andrey (í miðjunni) segist opinn fyrir frekari vexti. Vísir/Stefán Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov. Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sushi-risarnir Sushisamba og Tokyo Sushi juku hagnað sinn verulega á síðasta ári og nam sala hjá Sushisamba 337 milljónum króna. Sushi-staðir eru meðal vinsælustu staða hér á landi, framkvæmdastjóri Tokyo Sushi telur þó að búið sé að metta markaðinn. Vöntun á starfsfólki og svört veitingastarfsemi hamli áframhaldandi vexti. Tokyo Sushi hagnaðist um 25,5 milljónir króna árið 2015, samanborið við 14 milljónir árið áður. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 40,2 milljónum króna, samanborið við 22,9 milljónir árið áður. Eigið fé nam 56,8 milljónum króna, samanborið við 32,9 milljónir árið áður. Sushisamba ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, hagnaðist um 27,9 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn jókst töluvert milli ára, en hann nam 16,6 milljónum króna árið 2014. Rekstrartekjur jukust einnig, þær námu 337 milljónum á síðasta ári, samanborið við 308 milljónir árið áður. Kogt ehf. sem rekur Osushi veitingastaðina sem þekktir eru fyrir sushi-lestir tapaði hins vegar 19,8 milljónum króna í fyrra að teknu tilliti til áætlaðra opinberra gjalda.Gríðarleg samkeppni„Ég myndi ekki segja að það væri vöxtur á markaðnum eins og fyrir árin 2012 til 2013. En við höfum séð tvö til þrjú þúsund nýja kúnna bætast við markaðinn árlega,“ segir Andrey Rudkov, framkvæmdastjóri og eigandi Tokyo Sushi. „Samkeppnin er gríðarleg í veitingabransanum ekki bara til að selja vöruna heldur til að fá starfsmenn.“Erfitt að manna störfAndrey segir að eitt það erfiðasta í veitingarekstri í dag sé að manna störfin. „Það er ein stærsta hindrunin við vöxt. Það er líka erfitt á Íslandi að hér ríkir öðruvísi þjónustulund en í Bandaríkjunum. Við þurfum líka að keppa við þá sem greiða svart og því eru margar hindranir við framtíðarvöxt.“ Íslendingar virðast að mörgu leyti drífa aukna sölu á sushi, en Andrey segir að vegna staðsetningar Tokyo Sushi séu Íslendingar 95 prósent viðskiptavina þeirra. Þrátt fyrir einhverjar hindranir í veginum segist hann opinn fyrir áframhaldandi vexti. „Við erum með tvo veitingastaði og seljum Tokyo Sushi í fjórum Krónuverslunum. Við erum opin fyrir fleiri viðskiptatækifærum.“Sushi-sprengjunni lokið?„Á síðustu þremur árum hafa í raun og veru engir nýir sushi-staðir verið opnaðir. Ég held að sushi-sprengjan sé búin. Fyrst var hamborgarasprengjan, svo var sushi og nú vitum við ekki hvað verður næst,“ segir Andrey Rudkov.
Tengdar fréttir Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Seldu sushi fyrir rúmar 300 milljónir Sushisamba hagnaðist um 28 milljónir í fyrra. 26. október 2016 11:15