HBO í Evrópu og Walter Presents kaupa sýningarréttinn af Rétti Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2016 15:50 Baldvin Z. leikstýrði Rétti. Vísir/Vilhelm Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.” Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.”
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira