HBO í Evrópu og Walter Presents kaupa sýningarréttinn af Rétti Sæunn Gísladóttir skrifar 21. október 2016 15:50 Baldvin Z. leikstýrði Rétti. Vísir/Vilhelm Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.” Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Spennuþáttaröðin Réttur sem Sagafilm framleiddi á síðasta ári verður sýnd á Walter Presents; VOD þjónustu Channel 4 í Bretlandi. Walter Presents er nýr möguleiki fyrir sjónvarpsáhorfendur í Bretlandi, í eigu Channel 4 og Global Series Network og er stýrt af Walter Iuzzolino. Hinn ítalski Iuzzonlino hefur starfað við sjónvarpsframleiðslu í áratugi og leggur sérstaka áherslu á að kynna sjónvarpsefni sem framleitt er annars staðar en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Réttur, sem hlotið hefur nafnið Case er í góðum félagsskap þáttaraða á borð við Borgen, The Killing og Broen, og fer Iuzzolino fögrum orðum um norrænt sjónvarpsefni. Fram kemur í tilkynningu að HBO í Evrópu hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn af Rétti og munu spennuþyrstir sjónvarpsáhorfendur í Póllandi, Tékklandi og Ungverjalandi njóta þáttanna, svo einhverjir séu nefndir, en réttur HBO nær um austanverða Evrópu. Dreifingarfyrirtækið Red Arrow International sér um dreifingu Case á heimsvísu og Henrik Pabst, forstjóri er himinlifandi yfir sölunni til Channel 4 og HBO og segir íslenskt sjónvarpsefni eiga fullt erindi á ólíka markaði. Forstjóri Sagafilm, Guðný Guðjónsdóttir segir þetta jákvæða þróun; "Það er mikill áhugi á íslenskum sjónvarpsþáttaröðum erlendis um þessar mundir. Þetta sýnir enn frekar mikilvægi þess að styðja við framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni í gegnum sjónvarpssjóðinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hver króna sem úthlutað er í gegnum sjóðinn, dregur að sér 2 til 3 krónur erlendis frá; fjármagn sem fer í að framleiða hágæða íslenskar sjónvarpsseríur fyrir íslenska áhorfendur en hafa einnig alla möguleika á að njóta vinsælda á alþjóðlegum afþreyingarmörkuðum." Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu Sagafilm segir að samningurinn ýti undir áhuga erlendra sjónvarpsstöðva og dreifingarfyrirtækja á öðrum sjónvarpsverkefnum sem Sagafilm er að þróa. "Við erum í fjármögnun á sex nýjum sjónvarpsþáttaröðum og tveimur kvikmyndum sem fara í upptökur á næstu tveimur árum. Hinsvegar, þegar Kvikmyndasjóður er fjársveltur þurfum við að treysta meira á erlent fjármagn og þá tekur þetta eðlilega lengri tíma en við erum bjartsýn enda með frábær verkefni í höndunum." Kjartan Þór Þórðarson, eigandi og framkvæmdastjóri Sagafilm Nordic sem staðsett er í Stokkhólmi, vinnur að sölu- og dreifingu framleiðslu Sagafilm erlendis segir þetta stóran áfanga. “Samningarnir við Walter Presents og HBO eru staðfesting á því sem við höfum alltaf haft fulla trú á og stefnt að, nefnilega að íslenskt sjónvarpsefni sé fullkomlega samkeppnishæft á öðrum mörkuðum en okkar eigin. Þetta er bara byrjunin og ég er sannfærður um að CASE á eftir að fara víða á næstunni.”
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira