Hagkerfið þarfnast mjög agaðrar hagstjórnar á komandi kjörtímabili Hafliði Helgason skrifar 26. október 2016 13:00 Frettabladid/pjetur Staða íslenska hagkerfisins er einstök um þessar mundir og spár hagfræðinga eru samhljóða um að ekki sjái fyrir endann á uppsveiflunni á komandi árum. Allt sem Íslendingar óttast í venjulegu árferði virðist vera í lagi. Staðan er óumdeilanlega góð, en það er ekki að ástæðulausu að hagfræðin er stundum uppnefnd hin döpru vísindi. Þessar aðstæður kalla á varkárni ef hagkerfið á ekki að ofhitna með tilheyrandi skelli í lok hagsveiflu.Slakinn farinn„Við erum á þeim stað að allur slaki er farinn úr hagkerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hann segir hagsveifluna að því leyti ólíka fyrri hagsveiflum að skuldsetning sé lítil og skuldir heimila hafi lækkað. Síðasta hagsveifla var að stórum hluta til keyrð áfram af lántökum með miklum viðskiptahalla. Nú er afgangur af viðskiptum við útlönd. ASÍ gaf út sína hagspá í síðustu viku. Spá ASÍ er að hagvöxtur þessa árs verði 4,7% og 5,4% yfir árið 2017 en eftir það fari að hægja á hagvexti. ASÍ ofmat í fyrri spá vöxt einkaneyslu, en heimilin virðast hafa lækkað skuldir og nýtt kaupmáttaraukningu til að styrkja eiginfjárstöðu sína með sparnaði. ASÍ gerir ráð fyrir að einkaneyslan fari nú hratt vaxandi og heimilin nýti svigrúmið sem skapast til stórkaupa, bílakaupa og utanlandsferða. Þó einkaneyslan hafi vaxið hægar en kaupmáttur í upphafi sveiflunnar eru vísbendingar um að vöxtur hennar sé hratt vaxandi. Spurningin er hvort dramatískur endir síðustu hagsveiflu sé enn í svo fersku minni að skuldsetning verði áfram minni en venjulega í íslenskum hagsveiflumSkuldum frekar lítiðSkuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú minni en á Norðurlöndunum utan Finnlands. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ef heimili, fyrirtæki og opinberir aðilar nýta svigrúm þessarar uppsveiflu til að styrkja eiginfjárstöðu sína, þá væri hagkerfið vel undir það búið að mæta ófyrirséðum áföllum. Í ljósi sögunnar er það þó ekki mjög líklegt. Hagvöxtur á Íslandi hefur verið mun meiri en í nágrannalöndum og þar sem þjóðinni hefur ekki fjölgað svo neinu nemi, þá klifrum við hratt upp listann yfir þjóðir með mestu landsframleiðslu á mann. Á þessu ári munum við klifra enn hærra upp listann og erum þá komin í hóp fimm efstu þjóða í Evrópu á þennan mælikvarða. Fyrir ofan öll Norðurlöndin nema Noreg. Miðað við hagspár ættu lífskjör á Íslandi að vera í hópi þeirra bestu í heiminum á komandi árum ef rétt er á málum haldið.Ruðningsáhrif ferðaþjónustu Þetta ef er býsna stórt. Það er vel þekkt í hagsögunni að ríki sem hafa allar forsendur til að tryggja varanlega velsæld hafa með röngum ákvörðunum búið svo um hnúta að hagkerfið hefur verið ein rjúkandi rúst eftir uppsveiflur. Við þurfum svo sem ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að finna dæmi, en önnur dæmi eru Argentína sem var fjórða ríkasta land heims í byrjun 20. aldar. Hollendingar misstu tökin á hagkerfi sínu þegar þeir leyfðu hagnaði af gasvinnslu að renna inn í hagkerfið og fengu heilt hugtak í hagfræðinni kennt við sig, hollensku veikina. Ferðaþjónustan, miðað við vöxt og viðgang hennar að undanförnu, getur orðið veira íslensku veikinnar. Ásgeir Jónsson bendir á ruðningsáhrif af sterkara gengi krónunnar vegna ferðamannastraumsins. „Ferðaþjónustan virðist þola hækkandi gengi krónunnar, en aðrar útflutningsgreinar fara að kveinka sér verulega. Sjávarútvegurinn er jafnvel farinn að finna fyrir þessu og kallar þó ekki allt ömmu sína gagnvart háu gengi.“Erfitt fyrir nýsköpun Þekkt er í sögunni að góð ár í sjávarútvegi styrktu krónuna sem olli öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum verulegum vanda. „Við erum kannski að komast á sama stað og við vorum á hér á árum áður þegar sjávarútvegurinn keyrði upp gengið og aðrar útflutningsgreinar gáfust upp,“ segir Ásgeir. Nýsköpunarfyrirtæki sem byggja á menntuðu vinnuafli og eru til lengri tíma líkleg til að skapa fleiri hálaunastörf finna fyrir þessu. Launahækkanir og styrking krónu veldur því að ef svo heldur áfram verða þau ekki samkeppnishæf við nágrannalöndin. Með öðrum orðum að nýgræðingur getur ekki vaxið í skugga vaxtargreinarinnar ferðaþjónustu sem skapar fleiri láglaunastörf en hálaunastörf. Þetta getur haft mikla þýðingu þegar lengra er horft fram á veginn. Ekkert bendir enn til að breyting verði á þessari þróun. „Það verður ekki séð að þeir leitniferlar sem hófust fyrir fjórum til fimm árum séu að rofna sem felst í mikilli fjölgun ferðamanna og hagstæðri þróun viðskiptakjara,“ segir Ásgeir.Gjaldeyristaðan brátt jákvæð Staða Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið betri og var neikvæð um eitt prósent í lok annars ársfjórðungs 2016. Þriðji ársfjórðungur er stærsti fjórðungurinn í ferðaþjónustu, enda þótt vel hafi tekist að auka hana á öðrum árstímum. Það þýðir að Íslendingar verða orðnir nettóeigendur að gjaldeyri í lok þriðja ársfjórðungs. Það hefur sennilega bara gerst einu sinni í samtímasögunni, á seinni styrjaldarárum þegar fiskverð var hátt og takmörk fyrir því sem við gátum keypt á móti frá stríðshrjáðum nágrönnum okkar. Sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar mun þurfa að axla mikla ábyrgð. Vandinn er kannski sá að verði hagstjórnarmistök gerð á næsta kjörtímabili, þá munu þau ekki koma í bakið á okkur á líftíma næstu stjórnar. Það skapar vissa hættu á að skammtímasjónarmið stjórnmálamanna verði ofar langtímahugsun.Tækifæri til að opnaÓvissa um framhaldið endurspeglast einna best í kauphöllinni. Eftir miklar hækkanir hefur hlutabréfamarkaður verið nokkuð stefnulaus og má líta svo á að hækkanir hafi verið teknar út á árunum á undan. Þannig bendir allt til þess að árið 2016 verði fremur lélegt hvað varðar ávöxtun hlutafjár. En hvað þarf að gera til að mæta stöðugum straumi gjaldeyris inn í landið með vaxandi fjölda ferðamanna? „Það er mjög mikilvægt við þessar kringumstæður að við séum með neikvæðan fjármagnsjöfnuð það er að segja flytjum út peninga. Við þyrftum að sjá lífeyrissjóði og aðra aðila fara með fjármuni í erlendar fjárfestingar,“ segir Ásgeir. Ef útstreymi við slökun gjaldeyrishafta reynist hóflegt virðist fátt því til fyrirstöðu að afnema gjaldeyrishöft að fullu, en halda áfram að takmarka möguleika erlendra aðila til vaxtamunarviðskipta til að Seðlabankinn geti brugðist við þenslu með hækkun vaxta, án þess að það verði að sjálfstæðum innstreymisvanda eins og varð í síðustu uppsveiflu. Aðaldssöm ríkisstjórnHitt sem skiptir verulegu máli er aðhaldssöm stjórn ríkisfjármála. Mat ASÍ er að núverandi fjármálaáætlun ríkisins 2017 til 2021 feli ekki í sér nægt aðhald, hvorki til að tryggja efnahagslegan né félagslegan stöðugleika. Krafan er sem sé að ríkið skili meiri afgangi, greiði hraðar niður skuldir sínar og jafnvel safni í sjóð líkt og Norðmenn gerðu til að olíuauðurinn setti ekki þeirra hagkerfi á hliðina. Sú ríkisstjórn, hver sem hún verður, sem tekur við eftir kosningar hefur mörg tækifæri til að láta gott af sér leiða. Hún býr hins vegar við krefjandi stöðu hvað varðar hagstjórn. Hún verður að geta tekið erfiðar aðhaldsákvarðanir í hagsveiflu þar sem þrýstingur á meiri ríkisútgjöld verður líklega óbærilegur. Kjósendur ákveða hverjum þeir treysta í það verkefni á laugardaginn kemur. Stöðugleiki sprettur ekki af sjálfu sér og til þess að hagstjórn næstu ára takist vel þurfa margir að koma að. Atvinnurekendur, verkalýðsfélög, ríki og sveitarfélög þurfa að standast mikinn þrýsting ef takast á að spila skynsamlega úr þeirri á margan hátt öfundsverðu stöðu sem íslenskt hagkerfi er í Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Staða íslenska hagkerfisins er einstök um þessar mundir og spár hagfræðinga eru samhljóða um að ekki sjái fyrir endann á uppsveiflunni á komandi árum. Allt sem Íslendingar óttast í venjulegu árferði virðist vera í lagi. Staðan er óumdeilanlega góð, en það er ekki að ástæðulausu að hagfræðin er stundum uppnefnd hin döpru vísindi. Þessar aðstæður kalla á varkárni ef hagkerfið á ekki að ofhitna með tilheyrandi skelli í lok hagsveiflu.Slakinn farinn„Við erum á þeim stað að allur slaki er farinn úr hagkerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hann segir hagsveifluna að því leyti ólíka fyrri hagsveiflum að skuldsetning sé lítil og skuldir heimila hafi lækkað. Síðasta hagsveifla var að stórum hluta til keyrð áfram af lántökum með miklum viðskiptahalla. Nú er afgangur af viðskiptum við útlönd. ASÍ gaf út sína hagspá í síðustu viku. Spá ASÍ er að hagvöxtur þessa árs verði 4,7% og 5,4% yfir árið 2017 en eftir það fari að hægja á hagvexti. ASÍ ofmat í fyrri spá vöxt einkaneyslu, en heimilin virðast hafa lækkað skuldir og nýtt kaupmáttaraukningu til að styrkja eiginfjárstöðu sína með sparnaði. ASÍ gerir ráð fyrir að einkaneyslan fari nú hratt vaxandi og heimilin nýti svigrúmið sem skapast til stórkaupa, bílakaupa og utanlandsferða. Þó einkaneyslan hafi vaxið hægar en kaupmáttur í upphafi sveiflunnar eru vísbendingar um að vöxtur hennar sé hratt vaxandi. Spurningin er hvort dramatískur endir síðustu hagsveiflu sé enn í svo fersku minni að skuldsetning verði áfram minni en venjulega í íslenskum hagsveiflumSkuldum frekar lítiðSkuldir heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú minni en á Norðurlöndunum utan Finnlands. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar. Ef heimili, fyrirtæki og opinberir aðilar nýta svigrúm þessarar uppsveiflu til að styrkja eiginfjárstöðu sína, þá væri hagkerfið vel undir það búið að mæta ófyrirséðum áföllum. Í ljósi sögunnar er það þó ekki mjög líklegt. Hagvöxtur á Íslandi hefur verið mun meiri en í nágrannalöndum og þar sem þjóðinni hefur ekki fjölgað svo neinu nemi, þá klifrum við hratt upp listann yfir þjóðir með mestu landsframleiðslu á mann. Á þessu ári munum við klifra enn hærra upp listann og erum þá komin í hóp fimm efstu þjóða í Evrópu á þennan mælikvarða. Fyrir ofan öll Norðurlöndin nema Noreg. Miðað við hagspár ættu lífskjör á Íslandi að vera í hópi þeirra bestu í heiminum á komandi árum ef rétt er á málum haldið.Ruðningsáhrif ferðaþjónustu Þetta ef er býsna stórt. Það er vel þekkt í hagsögunni að ríki sem hafa allar forsendur til að tryggja varanlega velsæld hafa með röngum ákvörðunum búið svo um hnúta að hagkerfið hefur verið ein rjúkandi rúst eftir uppsveiflur. Við þurfum svo sem ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að finna dæmi, en önnur dæmi eru Argentína sem var fjórða ríkasta land heims í byrjun 20. aldar. Hollendingar misstu tökin á hagkerfi sínu þegar þeir leyfðu hagnaði af gasvinnslu að renna inn í hagkerfið og fengu heilt hugtak í hagfræðinni kennt við sig, hollensku veikina. Ferðaþjónustan, miðað við vöxt og viðgang hennar að undanförnu, getur orðið veira íslensku veikinnar. Ásgeir Jónsson bendir á ruðningsáhrif af sterkara gengi krónunnar vegna ferðamannastraumsins. „Ferðaþjónustan virðist þola hækkandi gengi krónunnar, en aðrar útflutningsgreinar fara að kveinka sér verulega. Sjávarútvegurinn er jafnvel farinn að finna fyrir þessu og kallar þó ekki allt ömmu sína gagnvart háu gengi.“Erfitt fyrir nýsköpun Þekkt er í sögunni að góð ár í sjávarútvegi styrktu krónuna sem olli öðrum útflutnings- og samkeppnisgreinum verulegum vanda. „Við erum kannski að komast á sama stað og við vorum á hér á árum áður þegar sjávarútvegurinn keyrði upp gengið og aðrar útflutningsgreinar gáfust upp,“ segir Ásgeir. Nýsköpunarfyrirtæki sem byggja á menntuðu vinnuafli og eru til lengri tíma líkleg til að skapa fleiri hálaunastörf finna fyrir þessu. Launahækkanir og styrking krónu veldur því að ef svo heldur áfram verða þau ekki samkeppnishæf við nágrannalöndin. Með öðrum orðum að nýgræðingur getur ekki vaxið í skugga vaxtargreinarinnar ferðaþjónustu sem skapar fleiri láglaunastörf en hálaunastörf. Þetta getur haft mikla þýðingu þegar lengra er horft fram á veginn. Ekkert bendir enn til að breyting verði á þessari þróun. „Það verður ekki séð að þeir leitniferlar sem hófust fyrir fjórum til fimm árum séu að rofna sem felst í mikilli fjölgun ferðamanna og hagstæðri þróun viðskiptakjara,“ segir Ásgeir.Gjaldeyristaðan brátt jákvæð Staða Íslands gagnvart útlöndum hefur aldrei verið betri og var neikvæð um eitt prósent í lok annars ársfjórðungs 2016. Þriðji ársfjórðungur er stærsti fjórðungurinn í ferðaþjónustu, enda þótt vel hafi tekist að auka hana á öðrum árstímum. Það þýðir að Íslendingar verða orðnir nettóeigendur að gjaldeyri í lok þriðja ársfjórðungs. Það hefur sennilega bara gerst einu sinni í samtímasögunni, á seinni styrjaldarárum þegar fiskverð var hátt og takmörk fyrir því sem við gátum keypt á móti frá stríðshrjáðum nágrönnum okkar. Sú ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar mun þurfa að axla mikla ábyrgð. Vandinn er kannski sá að verði hagstjórnarmistök gerð á næsta kjörtímabili, þá munu þau ekki koma í bakið á okkur á líftíma næstu stjórnar. Það skapar vissa hættu á að skammtímasjónarmið stjórnmálamanna verði ofar langtímahugsun.Tækifæri til að opnaÓvissa um framhaldið endurspeglast einna best í kauphöllinni. Eftir miklar hækkanir hefur hlutabréfamarkaður verið nokkuð stefnulaus og má líta svo á að hækkanir hafi verið teknar út á árunum á undan. Þannig bendir allt til þess að árið 2016 verði fremur lélegt hvað varðar ávöxtun hlutafjár. En hvað þarf að gera til að mæta stöðugum straumi gjaldeyris inn í landið með vaxandi fjölda ferðamanna? „Það er mjög mikilvægt við þessar kringumstæður að við séum með neikvæðan fjármagnsjöfnuð það er að segja flytjum út peninga. Við þyrftum að sjá lífeyrissjóði og aðra aðila fara með fjármuni í erlendar fjárfestingar,“ segir Ásgeir. Ef útstreymi við slökun gjaldeyrishafta reynist hóflegt virðist fátt því til fyrirstöðu að afnema gjaldeyrishöft að fullu, en halda áfram að takmarka möguleika erlendra aðila til vaxtamunarviðskipta til að Seðlabankinn geti brugðist við þenslu með hækkun vaxta, án þess að það verði að sjálfstæðum innstreymisvanda eins og varð í síðustu uppsveiflu. Aðaldssöm ríkisstjórnHitt sem skiptir verulegu máli er aðhaldssöm stjórn ríkisfjármála. Mat ASÍ er að núverandi fjármálaáætlun ríkisins 2017 til 2021 feli ekki í sér nægt aðhald, hvorki til að tryggja efnahagslegan né félagslegan stöðugleika. Krafan er sem sé að ríkið skili meiri afgangi, greiði hraðar niður skuldir sínar og jafnvel safni í sjóð líkt og Norðmenn gerðu til að olíuauðurinn setti ekki þeirra hagkerfi á hliðina. Sú ríkisstjórn, hver sem hún verður, sem tekur við eftir kosningar hefur mörg tækifæri til að láta gott af sér leiða. Hún býr hins vegar við krefjandi stöðu hvað varðar hagstjórn. Hún verður að geta tekið erfiðar aðhaldsákvarðanir í hagsveiflu þar sem þrýstingur á meiri ríkisútgjöld verður líklega óbærilegur. Kjósendur ákveða hverjum þeir treysta í það verkefni á laugardaginn kemur. Stöðugleiki sprettur ekki af sjálfu sér og til þess að hagstjórn næstu ára takist vel þurfa margir að koma að. Atvinnurekendur, verkalýðsfélög, ríki og sveitarfélög þurfa að standast mikinn þrýsting ef takast á að spila skynsamlega úr þeirri á margan hátt öfundsverðu stöðu sem íslenskt hagkerfi er í
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira