Þriðju verðlaunin í hús Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. október 2016 14:23 Feðgarnir Guðmundur og Einar Logi á matreiðslunámskeiði í Taílandi, þar sem þeir lærðu að töfra fram taílenska rétti. Fjölskyldan fylgdi Guðmundi til Taílands, þar sem hann vann að hönnun vefsíðunnar Mekong Tourism. Mynd/Lilja Katrín „Það er mikill heiður að vinna svona stór verðlaun, ég er virkilega þakklátur,“ segir Guðmundur R. Einarsson vefhönnuður en hann vann á dögunum þriðju alþjóðlegu verðlaunin fyrir vefsíðuna Mekong Tourism sem er sérhæfð ferðaþjónustusíða fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong-fljóti í Suðaustur-Asíu „Vefsíðan hlaut ITB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website en verðlaunin eru afhent af TravelMole netsamfélagi fyrir ferðabransann,“ segir hann, en þetta var í níunda sinn sem ITB Asia verðlaunin voru afhent. Um tíu þúsund aðilar úr ferðamannabransanum frá 110 löndum voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna sem fór fram á sýningunni ITB Asia í Singapúr. Óhætt er að segja að þessi verðlaun séu frábær viðbót í verðlaunasafnið en vefsíðan Mekong Tourism, sem unnin var fyrir ferðaþjónustubransann í Kambódíu, Kína, Laos, Myanmar, Taílandi og Víetnam, vann HSMAI Adrian-verðlaunin um síðustu áramót fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun og framúrskarandi markaðsstarf. Verðlaunin eru ein þau virtustu í heiminum þegar kemur að ferðaþjónustuiðnaðinum og veitt af Hospitality Sales & Marketing Association International, alþjóðlegum ferðaþjónustusamtökum. Síðan fékk einnig verðlaun sem besta vefsíðan á árlegu PATA Gold-verðlaunahátíðinni sem haldin var í Indónesíu. „Mekong Tourism-verkefnið var mikil og góð reynsla fyrir mig og síðan þá hef ég unnið að mörgum íslenskum vefsíðum í ferðaþjónustubransanum, meðal annars fyrir Saga Travel og Laxnes hestaleigu. Ég hef viðað að mér mikilli þekkingu í ferðamannabransanum og get boðið ferðaþjónustuaðilum upp á frábæra lausn er varðar vefinn,” segir Guðmundur. Fjölskyldan ætlaði upprunalega að vera í eitt ár í Taílandi vegna verkefnisins en sökum óvæntrar óléttu eiginkonu Guðmundar, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, var ákveðið að stytta dvölina í þrjá mánuði. Á þessum þremur mánuðum vann Guðmundur ötullega að Mekong Tourism á milli þess sem hann flakkaði um Taíland. „Allt ferlið hefur verið mikið ævintýri. Þegar ljóst var að ég myndi vinna þetta verkefni og endurhanna þessa vefsíðu ákvað ég að láta hjartað og ævintýraþrána ráða för og flutti út til Taílands ásamt allri fjölskyldunni minni,“ segir hann þakklátur. Guðmundur rekur fyrirtækið Vefgerðina, þar er hægt að skoða fleiri verk eftir hann. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Það er mikill heiður að vinna svona stór verðlaun, ég er virkilega þakklátur,“ segir Guðmundur R. Einarsson vefhönnuður en hann vann á dögunum þriðju alþjóðlegu verðlaunin fyrir vefsíðuna Mekong Tourism sem er sérhæfð ferðaþjónustusíða fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong-fljóti í Suðaustur-Asíu „Vefsíðan hlaut ITB Asia-verðlaunin í flokki Responsible Tourism Website en verðlaunin eru afhent af TravelMole netsamfélagi fyrir ferðabransann,“ segir hann, en þetta var í níunda sinn sem ITB Asia verðlaunin voru afhent. Um tíu þúsund aðilar úr ferðamannabransanum frá 110 löndum voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna sem fór fram á sýningunni ITB Asia í Singapúr. Óhætt er að segja að þessi verðlaun séu frábær viðbót í verðlaunasafnið en vefsíðan Mekong Tourism, sem unnin var fyrir ferðaþjónustubransann í Kambódíu, Kína, Laos, Myanmar, Taílandi og Víetnam, vann HSMAI Adrian-verðlaunin um síðustu áramót fyrir nýstárlega vefsíðuhönnun og framúrskarandi markaðsstarf. Verðlaunin eru ein þau virtustu í heiminum þegar kemur að ferðaþjónustuiðnaðinum og veitt af Hospitality Sales & Marketing Association International, alþjóðlegum ferðaþjónustusamtökum. Síðan fékk einnig verðlaun sem besta vefsíðan á árlegu PATA Gold-verðlaunahátíðinni sem haldin var í Indónesíu. „Mekong Tourism-verkefnið var mikil og góð reynsla fyrir mig og síðan þá hef ég unnið að mörgum íslenskum vefsíðum í ferðaþjónustubransanum, meðal annars fyrir Saga Travel og Laxnes hestaleigu. Ég hef viðað að mér mikilli þekkingu í ferðamannabransanum og get boðið ferðaþjónustuaðilum upp á frábæra lausn er varðar vefinn,” segir Guðmundur. Fjölskyldan ætlaði upprunalega að vera í eitt ár í Taílandi vegna verkefnisins en sökum óvæntrar óléttu eiginkonu Guðmundar, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, var ákveðið að stytta dvölina í þrjá mánuði. Á þessum þremur mánuðum vann Guðmundur ötullega að Mekong Tourism á milli þess sem hann flakkaði um Taíland. „Allt ferlið hefur verið mikið ævintýri. Þegar ljóst var að ég myndi vinna þetta verkefni og endurhanna þessa vefsíðu ákvað ég að láta hjartað og ævintýraþrána ráða för og flutti út til Taílands ásamt allri fjölskyldunni minni,“ segir hann þakklátur. Guðmundur rekur fyrirtækið Vefgerðina, þar er hægt að skoða fleiri verk eftir hann.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira