Dag skal að kveldi lofa Óttar Guðmundsson skrifar 29. október 2016 07:00 Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Fyrir mörgum árum réð ég mér einkaþjálfara á Gym 80 til að komast í form, megrast og yngjast. Jón „bóndi“ Gunnarsson varð fyrir valinu, margfaldur meistari í kraftlyftingum. Bóndi var ekki mikið fyrir að spjalla um hlutina heldur trúði á kraft og athafnir. Uppáhaldsfrasi bónda var: „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið.“ Hann kunni margar sögur um íþróttamenn sem fögnuðu sigri of snemma. Yfirstandandi kosningabarátta hefur eiginlega týnst í endurteknum skoðanakönnunum. Frambjóðendur hafa fallið í skuggann af dularfullum spákörlum sem kallast stjórnmálafræðingar. Þeir stara í blindni á torræðar síma- eða netkannanir og deila út þingsætum, ráðherrabílum og ríkisstjórnum. Pólitísk umræða hefur drukknað í spekingslegum vangaveltum um hugsanleg úrslit í kosningunum. Brandari vikunnar var þó, þegar svonefnd stjórnarandstaða kom saman til að ræða væntanlega stjórnarmyndun. Foringjar flokkanna virtust gengnir í þessi björg óskhyggjunnar þar sem þeir mátuðu ráðherrastóla og völdu sér myndir á ráðherraskrifstofurnar. Menn voru kallaðir væntanleg forsætisráðherraefni eins og kosningum og stjórnarmyndun væri lokið. Dramb er falli næst, sagði amma á Holtinu en mér fannst þessi hlutverkaleikur grátbroslegur. Ég vona að úrslit kosninganna komi á óvart svo að nýtt fólk komist upp á leiksviðið. Vonandi skipta sem flestir um skoðun í kjörklefanum svo að það verði líf og fjör í kosningapartíunum í kvöld. Þetta er nefnilega ekki búið fyrr en það er búið, svo ég vitni aftur í bóndann.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun