Mun færri greiða fjármagnstekjuskatt Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Skúli Eggert Þórðarsson ríkisskattstjóri telur lagabreytingu helstu skýringuna á þróuninni. Vísir/Anton Fjármagnstekjur drógust saman um 36 prósent frá árinu 2010 til 2015, en greiðendum fjármagnstekjuskatts fækkaði um 80 prósent. Þetta kemur fram í Staðtölum skatta sem birtar voru á vef ríkisskattstjóra í vikunni. Til skattskyldra fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Á þessar tekjur er lagður fjármagnstekjuskattur, söluhagnaður getur þó verið skattfrjáls eftir eignarhaldstíma eða tegundum eigna. Fjármagnstekjur námu 90,5 milljörðum króna árið 2015, samanborið við 139,3 milljarða árið 2010. Tekjurnar tóku dýfu milli áranna 2010 og 2011 þegar þær lækkuðu um helming. Á sama tíma fækkaði framteljendum fjármagnstekna (og greiðendum fjármagnstekjuskatts) úr 182.699 í 38.780 (tölur um fjölda framteljenda með fjármagnstekjur vísa til fjölda fjölskyldna en ekki einstaklinga). Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að það sem skýri helst þessa þróun sé að frítekjumark var tekið upp árið 2009 sem gerði ráð fyrir að fyrstu 125 þúsundin af vaxtatekjum væru skattlaus. „Þetta er lagabreyting sem skýrir þetta að mestu leyti, því langflestir sem greiða fjármagnstekjuskatt greiða lítið. Það varð strax mikil breyting árið 2011. Fjármagnstekjuskatturinn var á móti hækkaður úr 10 prósentum í áföngum í 20 prósent, þannig að skattarnir eru þyngri á þeim sem þurfa að greiða hann,“ segir Skúli. „Það er alltaf einhver dulin starfsemi og auðvitað er svört starfsemi eitthvað af þessu,“ heldur Skúli áfram. „En þegar við skoðum leigutekjur er líklegra að þær séu að skila sér betur með nýjum reglum.“ Heildarleigutekjur jukust úr 6 milljörðum króna árið 2010 í 8,9 milljarða árið 2015, eða um 48 prósent. Á sama tíma fjölgaði framteljenda leigutekna um 9,3 prósent. „Þetta hefur löngum verið vandamál með leigutekjurnar en við teljum að það sé í skárra horfi nú eftir þessar breytingar. Hærri leigutekjur sýna að það eru fleiri að gefa þær upp,“ segir Skúli. Embætti ríkisskattstjóra telur, að sögn Skúla, að það sé mjög óverulegt sem skotið er undan af fjármagnstekjum úr fjármálastofnunum og fyrirtækjum í formi arðgreiðslna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Fjármagnstekjur drógust saman um 36 prósent frá árinu 2010 til 2015, en greiðendum fjármagnstekjuskatts fækkaði um 80 prósent. Þetta kemur fram í Staðtölum skatta sem birtar voru á vef ríkisskattstjóra í vikunni. Til skattskyldra fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Á þessar tekjur er lagður fjármagnstekjuskattur, söluhagnaður getur þó verið skattfrjáls eftir eignarhaldstíma eða tegundum eigna. Fjármagnstekjur námu 90,5 milljörðum króna árið 2015, samanborið við 139,3 milljarða árið 2010. Tekjurnar tóku dýfu milli áranna 2010 og 2011 þegar þær lækkuðu um helming. Á sama tíma fækkaði framteljendum fjármagnstekna (og greiðendum fjármagnstekjuskatts) úr 182.699 í 38.780 (tölur um fjölda framteljenda með fjármagnstekjur vísa til fjölda fjölskyldna en ekki einstaklinga). Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að það sem skýri helst þessa þróun sé að frítekjumark var tekið upp árið 2009 sem gerði ráð fyrir að fyrstu 125 þúsundin af vaxtatekjum væru skattlaus. „Þetta er lagabreyting sem skýrir þetta að mestu leyti, því langflestir sem greiða fjármagnstekjuskatt greiða lítið. Það varð strax mikil breyting árið 2011. Fjármagnstekjuskatturinn var á móti hækkaður úr 10 prósentum í áföngum í 20 prósent, þannig að skattarnir eru þyngri á þeim sem þurfa að greiða hann,“ segir Skúli. „Það er alltaf einhver dulin starfsemi og auðvitað er svört starfsemi eitthvað af þessu,“ heldur Skúli áfram. „En þegar við skoðum leigutekjur er líklegra að þær séu að skila sér betur með nýjum reglum.“ Heildarleigutekjur jukust úr 6 milljörðum króna árið 2010 í 8,9 milljarða árið 2015, eða um 48 prósent. Á sama tíma fjölgaði framteljenda leigutekna um 9,3 prósent. „Þetta hefur löngum verið vandamál með leigutekjurnar en við teljum að það sé í skárra horfi nú eftir þessar breytingar. Hærri leigutekjur sýna að það eru fleiri að gefa þær upp,“ segir Skúli. Embætti ríkisskattstjóra telur, að sögn Skúla, að það sé mjög óverulegt sem skotið er undan af fjármagnstekjum úr fjármálastofnunum og fyrirtækjum í formi arðgreiðslna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Sjá meira
Heildarlaun hækkað um þriðjung Heilardarlaun einstaklinga árið 2015 voru 34 prósent hærri en árið 2010, samtímis þess að einstaklingum sem greiddu skatt af launum fjölgaði einungis um 3,1 prósent. 9. október 2016 15:51