Kenzo fyrir H&M línan frumsýnd í heild sinni Ritstjórn skrifar 10. október 2016 09:30 Litrík og lifandi lína frá Kenzo fyrir H&M. Myndir/Skjáskot Öll lína Kenzo fyrir H&M hefur loksins verið gerð opinber fyrir almenning. Línan fer á sölu 3.nóvember og verða líklegast langar raðir fyrir utan H&M búðir víðs vegar um heiminn. Það er nóg um að velja en mikið er um liti, munstur og víð snið. Í gegnum tíðina hefur H&M farið í samstarf við fræg og virt tískuhús. Í fyrra var það Balmain og svo Alexander Wang á undan því. Þau hafa einnig unnið með Versace, Lanvin og Sonia Rykiel. Línurnar hafa undantekningarlaust slegið í gegn hjá aðdáendum verslunarkeðjunnar og hafa iðulega myndast langar raðir fyrir utan stærstu verslanir H&M um allan heim. Því miður fá þeir sem eru staddir á Íslandi ekki tækifæri til þess að kaupa línuna. Hægt er þó að halda í vonina um að önnur samstörf fyrirtækisins í framtíðinni verði seld í versluninni sem opnar á hér á landi á næsta ári. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dress. Hægt er að sjá línuna í heild sinni hér. Mest lesið Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Litríkir skandinavískir tískulaukar Glamour Kvenlegir kjólar í uppáhaldi hjá Meghan Markle Glamour Vörur Ivanka Trump endurmerktar Glamour Met Gala 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Will & Grace snýr aftur á sjónvarpsskjáinn Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour
Öll lína Kenzo fyrir H&M hefur loksins verið gerð opinber fyrir almenning. Línan fer á sölu 3.nóvember og verða líklegast langar raðir fyrir utan H&M búðir víðs vegar um heiminn. Það er nóg um að velja en mikið er um liti, munstur og víð snið. Í gegnum tíðina hefur H&M farið í samstarf við fræg og virt tískuhús. Í fyrra var það Balmain og svo Alexander Wang á undan því. Þau hafa einnig unnið með Versace, Lanvin og Sonia Rykiel. Línurnar hafa undantekningarlaust slegið í gegn hjá aðdáendum verslunarkeðjunnar og hafa iðulega myndast langar raðir fyrir utan stærstu verslanir H&M um allan heim. Því miður fá þeir sem eru staddir á Íslandi ekki tækifæri til þess að kaupa línuna. Hægt er þó að halda í vonina um að önnur samstörf fyrirtækisins í framtíðinni verði seld í versluninni sem opnar á hér á landi á næsta ári. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkur dress. Hægt er að sjá línuna í heild sinni hér.
Mest lesið Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Litríkir skandinavískir tískulaukar Glamour Kvenlegir kjólar í uppáhaldi hjá Meghan Markle Glamour Vörur Ivanka Trump endurmerktar Glamour Met Gala 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour Gisele Bundchen afhjúpar sönghæfileika Glamour Strigaskórnir 2018 eru skítugir Glamour Best klæddu karlmenn vikunnar Glamour Will & Grace snýr aftur á sjónvarpsskjáinn Glamour Dior bauð í lestarferð og kastalaheimsókn Glamour