Viðskipti innlent

Ætla að koma upp hraðbönkum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrirtækið hefur þegar sett upp fimm hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur.
Fyrirtækið hefur þegar sett upp fimm hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur.
Fyrirtækið Tomato ehf. stefnir að því að koma upp hraðbönkum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Fyrirtækið hefur þegar sett upp fimm hraðbanka í miðbæ Reykjavíkur og ætlar að fjölga þeim ört á næstu vikum og mánuðum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það innheimti ekki úttektargjald á innlend kort. Óháð því hvaða banki gaf kortið út.

„Við hjá Tomato viljum bæta aðgengi almennings að hraðbönkum. Tomato er með litla yfirbyggingu og getur því boðið viðskiptavinum þjónustu án þess að innheimta sérstök úttektargjöld. Jafnframt er það stefna Tomato að þjóna þörfum erlendra ferðamanna með því að fjölga hraðbönkum í miðbæ Reykjavíkur og á fjölförnum ferðamannastöðum.

Viðbrögðin sem við höfum fengið núna fyrstu dagana eru frábær og sýna að það er mikil þörf á þessari þjónustu,“ segir Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Tomato í tilkynningunni.

Fyrirtækið stefnir einnig að því að færa kvíarnar til helstu ferðamannastaða og bæjarfélaga á landsbyggðinni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×