Framkvæmdastjórar NBA spá því að Curry og LeBron skipti um hlutverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2016 10:15 LeBron James og Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið. NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið.
NBA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira