Skutla matvörunum upp að dyrum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2016 10:30 Sigurður og Haukur ásamt Vilhjálmi Einarssyni. Vísir/GVA „Ég myndi segja að við séum búnir að fá fínt hlutfall af viðskiptum en enn þá meiri forvitni,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson. Sigurður ásamt Hauki Hrafni Þorsteinssyni er eigandi Boxins.is, vefverslunar sem var opnuð um síðustu helgi.Boxið.is selur þurrvörur, gos, þvottaefni og aðrar nauðsynjar og sendir þær upp að dyrum. „Verðið er mjög samkeppnishæft, þetta eru alls ekki dýrustu vörurnar á markaði,“ segir Sigurður. Greitt er sendingargjald fyrir innkaup undir 10 þúsund krónum, annars er heimsendingin ókeypis. „Hugmyndin spratt upp frá því að ég bjó í Bandaríkjunum og nýtti mér það mikið að fá heimsendingu, bæði á matvörum og mat af veitingastöðum. Mér þótti og þykir enn ofboðslega leiðinlegt að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, sérstaklega þungar matvörur, í búð og svo á maður það til að gleyma að kaupa nauðsynjar eins og þvottaefni,“ segir Sigurður. „Haukur er hugbúnaðarverkfræðingur og við höfum oft verið að tala um þetta. Hann er fjölskyldumaður og sagði að það að sleppa við að fara í búðina með börn í för væru svo mikil lífsgæði.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar hægt og rólega að venjast því að versla á netinu. Sigurður segir að margir forðist netkaup vegna óvissu um hvenær varan kemur. „Við erum að bjóða upp á að þú veljir afhendingarhólf, þú getur pantað í hádeginu og sagst vilja vörurnar milli sex og átta, það hjálpar kannski fólki að komast yfir þennan þröskuld að eyða óvissunni um hvenær þetta kemur. Boxið.is er nú með þúsund vörunúmer en einungis Sigurð og frænda hans að störfum. Hann býst svo við að ráða fleiri með aukinni eftirspurn. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira
„Ég myndi segja að við séum búnir að fá fínt hlutfall af viðskiptum en enn þá meiri forvitni,“ segir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson. Sigurður ásamt Hauki Hrafni Þorsteinssyni er eigandi Boxins.is, vefverslunar sem var opnuð um síðustu helgi.Boxið.is selur þurrvörur, gos, þvottaefni og aðrar nauðsynjar og sendir þær upp að dyrum. „Verðið er mjög samkeppnishæft, þetta eru alls ekki dýrustu vörurnar á markaði,“ segir Sigurður. Greitt er sendingargjald fyrir innkaup undir 10 þúsund krónum, annars er heimsendingin ókeypis. „Hugmyndin spratt upp frá því að ég bjó í Bandaríkjunum og nýtti mér það mikið að fá heimsendingu, bæði á matvörum og mat af veitingastöðum. Mér þótti og þykir enn ofboðslega leiðinlegt að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, sérstaklega þungar matvörur, í búð og svo á maður það til að gleyma að kaupa nauðsynjar eins og þvottaefni,“ segir Sigurður. „Haukur er hugbúnaðarverkfræðingur og við höfum oft verið að tala um þetta. Hann er fjölskyldumaður og sagði að það að sleppa við að fara í búðina með börn í för væru svo mikil lífsgæði.“ Að mati Sigurðar eru Íslendingar hægt og rólega að venjast því að versla á netinu. Sigurður segir að margir forðist netkaup vegna óvissu um hvenær varan kemur. „Við erum að bjóða upp á að þú veljir afhendingarhólf, þú getur pantað í hádeginu og sagst vilja vörurnar milli sex og átta, það hjálpar kannski fólki að komast yfir þennan þröskuld að eyða óvissunni um hvenær þetta kemur. Boxið.is er nú með þúsund vörunúmer en einungis Sigurð og frænda hans að störfum. Hann býst svo við að ráða fleiri með aukinni eftirspurn.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sjá meira