Kjartan Ragnarsson vill byggja hótel í Brákarey í Borgarnesi Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Svæðið þar sem hugmyndin er að hótelið rísi. mynd/gunnhildur lind Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00