Kjartan Ragnarsson vill byggja hótel í Brákarey í Borgarnesi Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Svæðið þar sem hugmyndin er að hótelið rísi. mynd/gunnhildur lind Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Kjartan Ragnarsson, einn aðaleigandi Landnámssetursins í Borgarnesi, hefur farið þess á leit að Borgarbyggð breyti skipulagi í Brákarey svo hægt verði að sækja um lóð undir hótel við Borgarneshöfn. Þetta kemur fram í bréfi Kjartans til sveitarfélagsins sem tekið var fyrir á fundi byggðarráðs 15. september, en hann hyggst sjálfur sækja um lóðina fyrir hönd rekstrarfélags Landnámssetursins.Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands.vísir/antonNúgildandi skipulag gerir ráð fyrir hafnarstarfsemi á svæðinu sem er á forræði Faxaflóahafna. Þar hafa lítil sem engin umsvif verið síðustu áratugi. „Þau tíu ár sem ég hef verið hérna þá hef ég alltaf talað um að þetta væri eyja í atvinnuleit,“ segir Kjartan, en Brákarey var áður meginvettvangur landbúnaðarvinnslu og iðnaðar í Borgarnesi. „Framtíð þessa byggðakjarna er ferðaþjónustan,“ segir Kjartan sem kveðst horfa til byggingar Reykjavik Marina hótelsins við gömlu höfnina í Reykjavík sem fyrirmyndar að því að auka athafnalíf í eynni. Svæðið sem Kjartan hefur augastað á er elsti hluti hafnarinnar, svonefnd gamla bryggja. Hann segir um fallega staðsetningu að ræða, en þaðan er útsýni yfir Mýrar og út á Snæfellsnes. Hann er vongóður um framhaldið og hefur fengið jákvæðar undirtektir hjá sveitarstjórnarmönnum. „Hugmyndin hjá okkur er að sjálfsögðu að fá sterka fjárfestingu inn í dæmið. Þetta er langhlaup og eitthvað sem verður ekki hlaupið að í hvelli,“ segir Kjartan sem ítrekar að hugmyndin sé á frumstigi. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir hugmyndina áhugaverða. Hann minnir á að sveitarfélagið hafi ýmsar skyldur í þessu sambandi bæði hvað varðar deiliskipulag og jafnræðisreglu og að hugleiða þurfi vel öll skref í þeim efnum. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, kveðst vera ánægður með hugmyndina. „Sem kunnugt er er ekki mikið líf í höfninni í Borgarnesi. Hótel í þeim dúr sem Kjartan er að tala um myndi bara lífga upp á svæðið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00 Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Íslendingar fljúga í Karíbahafi Félagið heitir Dominican Wings og er dótturfélag litháíska flugfélagsins Avion Express. Um síðustu helgi flaug Airbus 320 vél Dominican Wings jómfrúarflug sitt frá Santo Domingo, höfuðborg Dómíniska lýðveldisins til Miami í Bandaríkjunum. 5. október 2016 07:00
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent