Húsnæðislán lífeyrissjóðanna hafa margfaldast milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 10:00 Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist verulega að undanförnu. Það er talið skýra að hluta aukna eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum. Fréttablaðið/Andri Marínó Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“ Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila námu í heild 38,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Ný útlán námu hins vegar einungis tæplega 5 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra. Upphæðin áttfaldaðist því næstum milli ára. Fjöldi nýrra útlána var 523 á fyrri helmingi árs í fyrra en er núna 2.470. Gera má ráð fyrir að þarna sé fyrst og fremst um húsnæðislán að ræða. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR), segir eftirspurn eftir sjóðsfélagalánum hafa aukist mikið. „Það er bæði vegna þess að veðmörk hafa verið rýmkuð, en á sama tíma hafa verið hertar reglur um greiðslumöt og lánshæfismöt. Þannig að lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið að taka aukna áhættu með þessum lánum,“ segir Haukur. Hann segir lífeyrissjóðina líka hafa verið að bjóða upp á lán með hagstæðari vöxtum heldur en aðrir á þessum markaði. „En að hluta til endurspeglar þetta líka bara aukin umsvif í þjóðfélaginu og aukin umsvif á fasteignamarkaði.“ ViðskiptaMogginn greindi frá því í gær að Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja. Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf. Eðli málsins samkvæmt er skoðun Hauks algjörlega á skjön við skoðun Samtaka fjármálafyrirtækja. „Lífeyrissjóðir hafa í gegnum tíðina fjármagnað íbúðalán í einni eða annarri mynd,“ segir hann. Þetta hafi lífeyrissjóðirnir gert með því að fjármagna Íbúðalánasjóð, með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga og með kaupum á skuldabréfum og núna sértryggðum skuldabréfum af bönkunum. „Ef lífeyrissjóðirnir geta boðið sjóðsfélögum að lána þetta milliliðalaust, að þá tel ég það vera eðlilega og hagkvæma leið bæði fyrir sjóðsfélaga og þjóðfélagið raunverulega. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort lífeyrissjóðir eigi að vera milliliðir og lána öðrum peninga til að lána sjóðsfélögum eða eiga þeir að geta boðið sjóðsfélögum upp á lán milliliðalaust.“ Haukur bendir á að lífeyrissjóðir hafi lánað sjóðsfélögum um áratugi. Það hafi verið góður ávöxtunarkostur fyrir lífeyrissjóði og góður kostur fyrir sjóðsfélaga. „Þannig að ég skil nú ekki á hvaða forsendum ætti að banna þetta. Ég get ekki séð að hagsmunum almennings verði borgið með því.“
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira