Enginn munur á gæðum en næstum fimmtugfaldur verðmunur Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2016 07:00 Icepharma er dreifingaraðili á Íslandi. B-vítamín stungulyfi sem hækkað hefur um 4.700 prósent fyrir það eina að fá markaðsleyfi hér á landi er dreift af Icepharma og framleitt af Abcur í Svíþjóð. SÁÁ gat fyrir markaðsleyfi Icepharma keypt lyfið á 525 krónur af heildsölunni Parlogis en kaupir það nú af Icepharma á um 25.000 krónur. B-vítamín stungulyfið sem notað hefur verið á Vogi á síðustu misserum er dæmi um lyf sem selt hefur verið án markaðsleyfis á grundvelli undanþágu. Lögbundið er að lyf skuli ekki seld hér á landi nema þau hafi áður fengið markaðsleyfi sem Lyfjastofnun veitir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Við sérstakar aðstæður getur Lyfjastofnun veitt undanþágu frá markaðsleyfi fyrir sölu lyfs, ef enginn aðili hefur sótt um markaðsleyfi.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.vísir/pjetur„Lyfjastofnun fór af stað og hafði samband við einn birgjann og óskaði eftir því að þeir skráðu lyfið hér á landi,“ segir Bessi Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma. „Það er markmið lyfjastofnunar að skrá lyf á Íslandi. Því fylgir neytendavernd með íslenskum lyfseðlum og íslenskum pakkningum.“ Bessi bætir við að í öllum aðalatriðum sé lyfið það sama. „Í rauninni er þetta nákvæmlega sama lyfið. Í þessu tilviki skráir aðili það hér á markað og fær leyfi fyrir því og verðleggur vöruna sem er svo samþykkt af lyfjagreiðslunefnd,“ segir Bessi. Um leið og markaðsleyfi er fengið hér á landi fyrir lyfi er því ekki leyfilegt að kaupa hitt lyfið sem kostaði um 500 krónur. Þórarinn Tyrfingsson sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið einu fyrirtæki einkaleyfi á sölu lyfsins hér á landi og því hafi verðið hækkað svona mikið. Velferðarráðuneytið segir það hins vegar rangt hjá Þórarni. Kristján Þór Júlíusson segir fákeppni vera aðalorsök verðlagningarinnar. „Heilbrigðisyfirvöld verða að fara eftir settum lögum og reglum á þessu sviði sem öðrum. Hins vegar er fákeppnin sem við búum við alvarlegt umhugsunarefni. Hún stendur raunverulegri samkeppni fyrir þrifum og ég tel að við ættum nú að beina sjónum okkar að því hvort álagning á lyfjamarkaðinum sé raunhæf,“ segir Kristján Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
B-vítamín stungulyfi sem hækkað hefur um 4.700 prósent fyrir það eina að fá markaðsleyfi hér á landi er dreift af Icepharma og framleitt af Abcur í Svíþjóð. SÁÁ gat fyrir markaðsleyfi Icepharma keypt lyfið á 525 krónur af heildsölunni Parlogis en kaupir það nú af Icepharma á um 25.000 krónur. B-vítamín stungulyfið sem notað hefur verið á Vogi á síðustu misserum er dæmi um lyf sem selt hefur verið án markaðsleyfis á grundvelli undanþágu. Lögbundið er að lyf skuli ekki seld hér á landi nema þau hafi áður fengið markaðsleyfi sem Lyfjastofnun veitir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Við sérstakar aðstæður getur Lyfjastofnun veitt undanþágu frá markaðsleyfi fyrir sölu lyfs, ef enginn aðili hefur sótt um markaðsleyfi.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.vísir/pjetur„Lyfjastofnun fór af stað og hafði samband við einn birgjann og óskaði eftir því að þeir skráðu lyfið hér á landi,“ segir Bessi Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma. „Það er markmið lyfjastofnunar að skrá lyf á Íslandi. Því fylgir neytendavernd með íslenskum lyfseðlum og íslenskum pakkningum.“ Bessi bætir við að í öllum aðalatriðum sé lyfið það sama. „Í rauninni er þetta nákvæmlega sama lyfið. Í þessu tilviki skráir aðili það hér á markað og fær leyfi fyrir því og verðleggur vöruna sem er svo samþykkt af lyfjagreiðslunefnd,“ segir Bessi. Um leið og markaðsleyfi er fengið hér á landi fyrir lyfi er því ekki leyfilegt að kaupa hitt lyfið sem kostaði um 500 krónur. Þórarinn Tyrfingsson sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að heilbrigðisráðuneytið hafi gefið einu fyrirtæki einkaleyfi á sölu lyfsins hér á landi og því hafi verðið hækkað svona mikið. Velferðarráðuneytið segir það hins vegar rangt hjá Þórarni. Kristján Þór Júlíusson segir fákeppni vera aðalorsök verðlagningarinnar. „Heilbrigðisyfirvöld verða að fara eftir settum lögum og reglum á þessu sviði sem öðrum. Hins vegar er fákeppnin sem við búum við alvarlegt umhugsunarefni. Hún stendur raunverulegri samkeppni fyrir þrifum og ég tel að við ættum nú að beina sjónum okkar að því hvort álagning á lyfjamarkaðinum sé raunhæf,“ segir Kristján Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira