Árangurslausar viðræður um strætóskýli við Leifsstöð Heiðar Lind Hansson skrifar 24. september 2016 07:00 Núverandi stoppistöð strætisvagna á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er við langtímabílastæðin. Ganga þarf dágóðan spöl til þess að komast þangað. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja breytingar. Fréttablaðið/Pjetur Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira
Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Sjá meira