Tæknikratakjaftæði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. september 2016 07:00 Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Tvennt hefur gerst upp á síðkastið sem kennir okkur hvernig tæknikratakjaftæði virkar, en það er skilvirkasta aðferð stjórnmálamanna í dag. Hið fyrra var þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði að „mistök í afgreiðslu á [þessum] upplýsingum“ hefðu orðið til þess að Flateyringar voru ekki látnir vita að vatn þeirra væri mengað. Svona málflutningur myndi kannski halda saurgerlamenguðu vatni ef um væri að ræða höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York en ekki litla ráðhúsið á Ísafirði. Með álíka stjórnsýslu er kannski ástæða fyrir Flateyringa að vakna snemma á morgnana og athuga hvort skólinn sé ekki örugglega ennþá í þorpinu. Hið síðara var þegar Jón Gunnarsson sagði langa og flókna sögu af ferlum og nefndum þar sem einu skynsamlegu sögulokin yrðu að vera þau að samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunar. Til allrar hamingju var hann stoppaður af þegar hann ætlaði að stinga upp í viðmælanda sinn, sem var honum ósammála, með þeim rökum að hún væri ekki nógu vel upplýst. Allt of margir stjórnmálamenn virðast vilja gefa okkur þá sýn á stjórnmálin að þau séu tæknikratísk maskína, þangað sem mál eru sett inn og þegar þau koma út eru þau orðin að vilja þeirra sem auðinn og völdin hafa. Þetta á að líta út eins og náttúrulögmál. Stórfyrirtækin verða sterkari, náttúran mengaðri, þeir sem berjast í bökkum verða umkomulausari og þeir sem skilja þetta ekki, verða allt í einu illa að sér. Þess vegna er ekki hægt að breyta stjórnarskránni, koma auðlindum í eigu þjóðarinnar, bæta kjör hinna launalægstu, stoppa stóriðjubrjálæði og hætta að soga máttinn úr minni byggðum. Þess vegna ræða stjórnmálamenn heldur ekki lengur hugsjónir. Tannhjól í maskínu þarf jú ekki haus. En ég ætla að fara að fordæmi Bjartar Ólafsdóttur, ég sit ekki undir þessu tæknikratakjaftæði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun