Viðskipti innlent

Orkustofnun, Arctic Green Energy og Sinopec í samstarf á sviði jarðvarmarannsókna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins. Mynd/Orkustofnun
Orkustofnun, íslenska fyrirtækið Arctic Green Energy og kínverska fyrirtækið Sinopec undirrituðu samstarfssamning um samvinnu og samráð á sviði jarðvarmsrannsókna þann 24. september síðastliðinn.

„Samkvæmt samkomulaginu munu samningsaðilar vinna saman á sviði rannsókna og þróunar, þjálfunar jarðhitasérfræðinga og að auknum samskiptum og samvinnu á milli íslenskra og kínverskra aðila á sviði jarðvarma,” segir í frétt á vef Orkustofnunar.

Í frétt Orkustofnunar segir að aðkoma stofnunarinnar muni fela í sér tækifæri fyrir íslenska fagþekkingu í Kína. Þá segir einnig að stofnunin hafi sérstaklega unnið að uppbyggingu jarðhitaþekkingar í fjölmörgum löndum. 

Sinopec er þriðja stærsta fyrirtæki heims samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes. Yfir 800 þúsund manns starfa fyrir fyrirtækið sem starfar á sviði olíu og gas á landi, en fyrirtækið hefur undanfarin ár verið að færa sig í auknum mæli inn á svið endurnýjanlegrar orkuvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×