Kosningarnar draga úr nýjum skráningum Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 09:00 Páll Harðarson telur að sama hvernig kosningarnar fari muni það ekki hafa stórvægileg áhrif á markaðinn. Vísir/Stefán Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Komandi kosningar hafa seinkað áformum einhverra fyrirtækja um að skrá félög sína í Kauphöll Íslands. Engin félög hafa verið skráð á Aðallista Kauphallarinnar á árinu. „Núna erum við að upplifa ákveðið millibilsástand sem hefur ríkt frá því í vor, að verið sé að bíða eftir kosningunum. Skráningar eru auðvitað eitthvað sem tekur lengri tíma að undirbúa, en ég þykist þess fullviss af því sem ég hef heyrt að þetta hafi heldur seinkað áformum einhverra,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. „Þetta hefur einhver áhrif, en kannski ekki stórvægileg. Einhver fyrirtæki sem hafa verið að velta fyrir sér skráningu og hafa verið komin eitthvað áleiðis, eða verið að vinna í undirbúningi skráningar, hafa talað um að það verði ekki fyrr en eftir kosningar. En það er eðlilegt í sjálfu sér,“ segir Páll. Páll segir að atburðir eins og kosningar hafi ekki síður áhrif á viðskiptahliðina. „Við höfum séð það margoft á síðustu árum, sem eru fróðleg fyrir þær sakir að við höfum oft staðið frammi fyrir óvenju mikilli óvissu í efnahagslegu tilliti. Frá því fyrir kosningarnar 2013 og fram á mitt ár 2014 þá var margvísleg óvissa í gangi. Við fundum að dró úr viðskiptum í aðdraganda kosninganna, og svo var verið að bíða eftir skuldaleiðréttingunni, aðgerðum um losun hafta og niðurstöðum kjarasamninga. Það leystist úr þessu meira og minna vorið og snemmsumars 2014. Eftir það gerist margt athyglisvert á markaði, verðbólguálagið snarminnkaði ef maður lítur á skuldabréfamarkaðinn, hlutabréfamarkaðurinn fór í mikla uppsveiflu sem varaði átján mánuði eða svo. Þannig að það eru áberandi skil þegar leysist úr óvissunni og fólk metur þetta sem góð skilyrði,“ segir Páll.Síminn er síðasta félag sem skráð var á Aðallista Kauphallarinnar en bréf félagsins voru tekin til viðskipta 15. október 2015. Fréttablaðið/GVASér fram á skráningu á árinuIceland Seafood var skráð á First North á árinu en ekkert félag hefur verið skráð á Aðallista í ár. „Ég vonast til þess að við náum skráningu á Aðallista á árinu. Skeljungur var búinn að gefa það út að þeir stefndu á markað og ég vona að það gangi eftir. Svo er margt sem spilar með okkur. Ég held að á þessu ári og því næsta förum við að sjá nýjar skráningar.“ Páll segist hins vegar ekki eiga von á því að aðstæður breytist stórkostlega hvernig sem kosningarnar fara. „Öll umgjörð er frekar stöðug og við höfum séð aðgerðir sem bæta í raun og veru aðgengi fyrirtækja, sérstaklega smærri fyrirtækja, að fjármagni og greiða þeim frekar leið inn á markaðinn. „Við erum ekki farin að sjá áhrif af þessu enn þá, en ég held að heilt á litið, hvernig sem kosningarnar fara, sjáum við ekki neina kollsteypu,“ segir Páll Harðarson.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira