Lífsgæði að búa á Akureyri Sæunn Gísladóttir skrifar 28. september 2016 11:30 Jóhann Steinar Jóhannsson er Akureyringur en bjó í áratug í Reykjavík og í Svíþjóð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu, það eru mikil tækifæri í umhverfinu núna, það er þróttmikill vöxtur í efnahagslífinu og breytingar fram undan vegna afnáms gjaldeyrishafta. Það eru tækifæri fyrir bæði innlenda fjárfesta erlendis og fyrir erlenda fjárfesta til að koma inn,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson, sem tók á dögunum við stöðu framkvæmdastjóra ÍV sjóða hf. á Akureyri. ÍV sjóðir eru dótturfélag Íslenskra verðbréfa sem reka ellefu verðbréfa- og fjárfestingarsjóði með um fjörutíu milljarða króna í stýringu. Jóhann Steinar hefur víðtæka reynslu af innlendum fjármálamarkaði. Undanfarin fjögur ár hefur hann starfað við eignastýringu hjá Stapa lífeyrissjóði. Á árunum 2008 til 2011 starfaði Jóhann Steinar við fjárfestingar og viðskiptaþróun hjá Tryggingamiðstöðinni. Þar áður starfaði hann í markaðsviðskiptum, áhættu- og fjárstýringu hjá Stoðum og Straumi fjárfestingabanka. Jóhann Steinar er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Lunds Universitet og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Jóhann Steinar er Akureyringur og sneri aftur til Akureyrar fyrir fjórum árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þar áður í Reykjavík í níu ár. Hann segir það hafa verið mjög gott að koma aftur heim og kann mjög vel við sig á Akureyri. „Það eru lífsgæði að fá að búa á Akureyri. Þetta er nógu stór bær til að maður verði ekki innilokaður og líði eins og maður sé í smábæ, hér er allt það helsta sem maður þarf en án stressins. Maður festist ekki í umferðarteppu á Miklubrautinni hérna,“ segir Jóhann Steinar og hlær. Hann er í sambúð með Írisi Björk Gunnlaugsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar Jóhann Steinar crossfit. „Ég er búinn að vera í því í þrjú ár. Það eru tvær stöðvar hérna á Akureyri og ótrúlega mikil og öflug hreyfing. Þetta er frábær félagsskapur og frábært viðhorf sem crossfit kennir manni, bæði til íþróttarinnar og annarra hluta,“ segir hann. „Svo reynir maður að eyða öllum tíma sem fer ekki í vinnu og æfingar með fjölskyldunni,“ segir Jóhann Steinar. „Ég reyni líka að veiða þegar ég get, og fer þá í fluguveiði. Svo eru systkini mín bæði með einhvern búrekstur, þannig að það er mjög gaman að fara í sveitina með fjölskylduna og slappa af,“ segir Jóhann Steinar Jóhannsson.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Sjá meira