Hótelið reis á níu mánuðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. september 2016 08:45 Í tilefni afmælisins fórum við í miklar endurbætur á hótelinu, veitingastaðurinn var tekinn í gegn og móttakan endurnýjuð,“ segir Jakob. Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016. Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hótel Örk í Hveragerði á 30 ára sögu að baki og heldur afmælishátíð um helgina. „Það hefur verið góður gangur í rekstrinum síðustu ár en hótelið var mikill pakki á sínum tíma,“ segir Jakob Arnarson sem hefur verið hótelstjóri Hótel Arkar í tólf ár. „Þetta er eina hótelið á Íslandi með eigin útisundlaug og hér eru mikil salarkynni, húsið er 5.200 fermetrar að stærð en herbergin 85. Frá því fyrsta skóflustunga var tekin og þar til starfsemi var hafin í húsinu liðu bara níu mánuðir. Hér var sannarlega byggt af stórhug en kannski meira af kappi en forsjá.“ Raunverulega átti byggingin að vera 1500 fermetrar í byrjun en svo var endalaust byggt ofan á, að sögn Jakobs „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð! Þetta væri ekki hægt í dag. Bara það að fá leyfi fyrir sundlaug er stórmál.“ Það var Helgi Þór Jónsson byggingarverktaki sem reisti hótel Örk og rak hana í byrjun. Jakob segir hann fyrst bara hafa ætlað að byggja veitingastað. „Svo datt honum í hug að það væri kannski snjallt að vera með svona 15 herbergi líka en það endaði svona. Pælingin var að þetta yrði heilsuhótel því Þjóðverjar fóru mikið í heilsuferðalög á þessum tíma. Hér störfuðu sjúkraþjálfarar og læknar í byrjun þannig að ekki skorti metnaðinn. Hinsvegar var allt byggt á víxlum og reksturinn var þungur framan af.“Hótel Örk var byggð af stórhug og nýtist vel í dag.Haldið verður upp á 30 ára afmælið með fjölskylduvænum hætti, fyrir utan tilboð á gistingu og mat er opið hús milli klukkan 15 og 17 í dag. Þar er boðið upp á afmælisköku, ís fyrir krakkana, lasertag og Einar einstaki töframaður ætlar að koma í heimsókn. „Þeir sem vilja getað komið með golfkylfur því það er golfvöllur hér við hliðina á hótelinu,“ bendir Jakob á. Örkin er eitt af fáum hótelum á landinu sem státar af því.“ Kvót: „Það var ekkert vesen í þá daga, bara hringt á bæjarskrifstofuna og spurt hvort það væri ekki í lagi að bæta við hæð!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. september 2016.
Lífið Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira