Sögufrægt sláturhús í niðurníðslu verður lúxushótel Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 18:41 Til stendur að byggja lúxushótel á bökkum Hvítár í Laugarási á næstu árum. Á landinu er nú gamalt sláturhús í mikilli niðurníðslu, en húsið var meðal annars notað til umfangsmikillar kannabisræktunar fyrir nokkrum árum. Í húsinu var starfrækt sláturhús á árunum 1964- 1988. Þar vann og bjó fjöldi fólks á þeim tíma. „Það var líf og fjör. Maður hefur heyrt allskonar sögur af slátraraböllum og gleðskap, án þess að ég ætli að fara eitthvað nánar út í það. Það var mikil rómantík og mikið líf. Fólk náttúrlega hittist hérna, starfaði og borðaði saman, svo það var mikið líf,“ segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar. Eftir að sláturhúsið lokaði stóð húsið autt í um tíu ár. Þá keyptu það hjón og hófu þar rekstur gistiheimilis. Húsið er í niðurníslu sem stendur.Vísir/SKjáskotFyrrum kannabisverksmiðjaGistiheimilisreksturinn gekk þó ekki betur en svo að eftir nokkurra ára starfsemi gerði lögregla húsleit í gamla sláturhúsinu. Þar með komst upp um umfangsmikla kannabisræktun eigandans. Hann var ákærður og dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu ágúst 2005 til desember sama ár ræktað þar 163 kannabisplöntur og stolið rafmagni til ræktunarinnar. Eftir að upp komst um ræktunina fór að halla undan fæti í gistiheimilisrekstrinum. Byggðastofnun eignaðist landið en undanfarin ár hefur húsið verið í algjörri niðurníðslu. Það er raunar engu líkara en að eigandinn hafi skroppið af bæ og aldrei komið aftur. „Þetta hús er bara ónýtt núna og ekkert hægt að púkka upp á það eins og maður segir,“ segir Helgi um ástand hússins. En það stendur til bóta. Nú hafa fjárfestar keypt landið og til stendur að á svæðinu rísi lúxushótel. Uppbyggingin var samþykkt í aðalskipulagi nýlega og deiliskipulag er langt á veg komið. „Þetta hús verður bara rifið og hótelið verður hér. Það er auðvitað glæsilegt útsýni hér yfir sveitirnar hér í kring, það er Vörðufell, Ingólfsfjall, Búrfell og Mosfell, og Hvítáin rennur hérna fram hjá. Þetta myndi efla og styrkja samfélagið hérna hjá okkur, það er ekki spurning. Og fjölga í sveitarfélaginu. Þetta verður innspýting inn í samfélagið hér í Laugarási og bara allri sveitinni.“Endurnýjun lífdagaHelgi gerir ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins verði komnar á fullt árið 2018. „Hér náttúrlega var mikið líf, þó það hafi kannski verið stutt hjá fénu sem hérna kom í slátrun. En hérna verður líf og aftur starfsemi og eitthvað um að vera. Það er það sem við viljum.“ Það bendir því allt til þess að svæðið sem eitt sinn iðaði af lífi, fór svo í eyði, varð gistiheimili og síðar kannabisverksmiðja, gangi á næstu árum í endurnýjun lífdaga. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Til stendur að byggja lúxushótel á bökkum Hvítár í Laugarási á næstu árum. Á landinu er nú gamalt sláturhús í mikilli niðurníðslu, en húsið var meðal annars notað til umfangsmikillar kannabisræktunar fyrir nokkrum árum. Í húsinu var starfrækt sláturhús á árunum 1964- 1988. Þar vann og bjó fjöldi fólks á þeim tíma. „Það var líf og fjör. Maður hefur heyrt allskonar sögur af slátraraböllum og gleðskap, án þess að ég ætli að fara eitthvað nánar út í það. Það var mikil rómantík og mikið líf. Fólk náttúrlega hittist hérna, starfaði og borðaði saman, svo það var mikið líf,“ segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar. Eftir að sláturhúsið lokaði stóð húsið autt í um tíu ár. Þá keyptu það hjón og hófu þar rekstur gistiheimilis. Húsið er í niðurníslu sem stendur.Vísir/SKjáskotFyrrum kannabisverksmiðjaGistiheimilisreksturinn gekk þó ekki betur en svo að eftir nokkurra ára starfsemi gerði lögregla húsleit í gamla sláturhúsinu. Þar með komst upp um umfangsmikla kannabisræktun eigandans. Hann var ákærður og dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu ágúst 2005 til desember sama ár ræktað þar 163 kannabisplöntur og stolið rafmagni til ræktunarinnar. Eftir að upp komst um ræktunina fór að halla undan fæti í gistiheimilisrekstrinum. Byggðastofnun eignaðist landið en undanfarin ár hefur húsið verið í algjörri niðurníðslu. Það er raunar engu líkara en að eigandinn hafi skroppið af bæ og aldrei komið aftur. „Þetta hús er bara ónýtt núna og ekkert hægt að púkka upp á það eins og maður segir,“ segir Helgi um ástand hússins. En það stendur til bóta. Nú hafa fjárfestar keypt landið og til stendur að á svæðinu rísi lúxushótel. Uppbyggingin var samþykkt í aðalskipulagi nýlega og deiliskipulag er langt á veg komið. „Þetta hús verður bara rifið og hótelið verður hér. Það er auðvitað glæsilegt útsýni hér yfir sveitirnar hér í kring, það er Vörðufell, Ingólfsfjall, Búrfell og Mosfell, og Hvítáin rennur hérna fram hjá. Þetta myndi efla og styrkja samfélagið hérna hjá okkur, það er ekki spurning. Og fjölga í sveitarfélaginu. Þetta verður innspýting inn í samfélagið hér í Laugarási og bara allri sveitinni.“Endurnýjun lífdagaHelgi gerir ráð fyrir að framkvæmdir við uppbyggingu hótelsins verði komnar á fullt árið 2018. „Hér náttúrlega var mikið líf, þó það hafi kannski verið stutt hjá fénu sem hérna kom í slátrun. En hérna verður líf og aftur starfsemi og eitthvað um að vera. Það er það sem við viljum.“ Það bendir því allt til þess að svæðið sem eitt sinn iðaði af lífi, fór svo í eyði, varð gistiheimili og síðar kannabisverksmiðja, gangi á næstu árum í endurnýjun lífdaga.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent