Bílaumboðin mala gull Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. september 2016 07:00 Hagnaður stærstu umboðanna var mun betri á síðasta ári en árið á undan. vísir Afkoma stærstu bílaumboðanna gerbreyttist til hins betra á árinu 2015, samkvæmt ársreikningum sem nýlega voru birtir í ársreikningaskrá. Greint hefur verið frá vaxandi sölu síðastliðin ár. Til dæmis seldust í fyrra 15.260 fólks- og sendibílar á móti 10.340 bílum árið 2014. Söluaukningin nam 47,5 prósentum í fyrra en 32 prósentum árið á undan. Söluaukningin heldur áfram í ár, á fyrstu átta mánuðum ársins nemur söluaukningin 38 prósentum. Í takt við þetta eykst velta bílaumboðanna verulega. BL er stærsta bílaumboðið og jókst veltan um 3,3 milljarða á síðasta ári, fór úr 13,7 milljörðum í 17 milljarða. Á sama tíma fór rekstrarhagnaður úr tæpum 400 milljónum króna í tæpar ellefu hundruð milljónir. Efnahagsreikningurinn stækkar líka hjá fyrirtækinu, en eignir fóru úr 3,9 milljörðum króna og urðu 5,5 milljarðar króna í lok árs 2015. Stærstur hluti eignanna eru vörubirgðir, sem nema fjórum milljörðum. Skuldirnar fara úr rúmum 3,4 milljörðum króna í fjóra milljarða. Bílaumboðin Hekla og Brimborg voru álíka að stærð, miðað við veltu. Salan hjá Heklu fór úr 9,2 milljörðum króna árið 2014 í 13,9 milljarða í fyrra og salan hjá Brimborg fór úr 9,4 milljörðum í 13,1 milljarð. Hagnaður Brimborgar eftir skatta fór úr 62 milljónum í 326 milljónir en hagnaður Heklu fór aftur á móti úr 3,9 milljónum í 619. Toyota er fjórða stærsta fyrirtækið. Veltan fór úr 7,3 milljörðum árið 2014 í 11 milljarða árið 2015. Hagnaður eftir skatta dregst aftur á móti lítillega saman, fór úr 510 milljónum árið 2014 í 446 milljónir árið 2015. Samdráttur í hagnaði stafar af því að fyrirtækið fékk 453 milljónir í fjármunatekjur árið 2014 en greiddi 98 milljónir í fjármagnsgjöld á nýliðnu ári. Fram kemur í ársreikningi að ákveðið var að Toyota myndi greiða eigendum sínum 200 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Afkoma stærstu bílaumboðanna gerbreyttist til hins betra á árinu 2015, samkvæmt ársreikningum sem nýlega voru birtir í ársreikningaskrá. Greint hefur verið frá vaxandi sölu síðastliðin ár. Til dæmis seldust í fyrra 15.260 fólks- og sendibílar á móti 10.340 bílum árið 2014. Söluaukningin nam 47,5 prósentum í fyrra en 32 prósentum árið á undan. Söluaukningin heldur áfram í ár, á fyrstu átta mánuðum ársins nemur söluaukningin 38 prósentum. Í takt við þetta eykst velta bílaumboðanna verulega. BL er stærsta bílaumboðið og jókst veltan um 3,3 milljarða á síðasta ári, fór úr 13,7 milljörðum í 17 milljarða. Á sama tíma fór rekstrarhagnaður úr tæpum 400 milljónum króna í tæpar ellefu hundruð milljónir. Efnahagsreikningurinn stækkar líka hjá fyrirtækinu, en eignir fóru úr 3,9 milljörðum króna og urðu 5,5 milljarðar króna í lok árs 2015. Stærstur hluti eignanna eru vörubirgðir, sem nema fjórum milljörðum. Skuldirnar fara úr rúmum 3,4 milljörðum króna í fjóra milljarða. Bílaumboðin Hekla og Brimborg voru álíka að stærð, miðað við veltu. Salan hjá Heklu fór úr 9,2 milljörðum króna árið 2014 í 13,9 milljarða í fyrra og salan hjá Brimborg fór úr 9,4 milljörðum í 13,1 milljarð. Hagnaður Brimborgar eftir skatta fór úr 62 milljónum í 326 milljónir en hagnaður Heklu fór aftur á móti úr 3,9 milljónum í 619. Toyota er fjórða stærsta fyrirtækið. Veltan fór úr 7,3 milljörðum árið 2014 í 11 milljarða árið 2015. Hagnaður eftir skatta dregst aftur á móti lítillega saman, fór úr 510 milljónum árið 2014 í 446 milljónir árið 2015. Samdráttur í hagnaði stafar af því að fyrirtækið fékk 453 milljónir í fjármunatekjur árið 2014 en greiddi 98 milljónir í fjármagnsgjöld á nýliðnu ári. Fram kemur í ársreikningi að ákveðið var að Toyota myndi greiða eigendum sínum 200 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Bílasala jókst um 38 prósent á fyrri hluta ársins Bílasölur keyptu tæplega helming nýrra bíla hér á landi. 1. júlí 2016 14:48