Gaman að læra alltaf í starfinu Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 11:00 Anna Lára Sigurðardóttir hefur starfað hjá Creditinfo í átta ár en var áður hjá Nova og Motus. Vísir/GVA „Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Það eru miklar breytingar í gangi og mjög mikið af spennandi verkefnum. Það er alltaf jafn gaman og alltaf ný verkefni og tækifæri hjá Creditinfo.“ Þetta segir Anna Lára Sigurðardóttir. Hún var á dögunum ráðin forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs fyrirtækisins. Creditinfo er leiðandi fyrirtæki í miðlun fjárhags- og viðskiptaupplýsinga auk þess að bjóða upp á fjölbreytta fjölmiðlaþjónustu. Anna hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2008, þá sem þjónustustjóri. „Ég er að halda áfram að byggja upp þetta fjármála- og rekstrarsvið fyrirtækisins. Undir þetta svið falla ýmis verkefni, til að mynda erum við með bókhald og allan rekstur innan fyrirtækisins, og jafnframt sjáum við um starfsmannahald og innkaup,“ segir Anna. Hún er einnig að vinna í því að taka innri ferlana í gegn innan fyrirtækisins. „Við erum með LEAN-hugmyndafræðina að leiðarljósi þar og sú vinna snýr líka að rekstrinum,“ segir Anna. Anna er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Áður starfaði hún sem hópstjóri hjá fjarskiptafélaginu Nova og sem ráðgjafi hjá Motus. „Ég hef yfirleitt verið í störfum sem snúa meira að sölu og þjónustu, en nú er ég komin hinum megin við borðið,“ segir Anna. Þrátt fyrir að hafa verið átta ár hjá fyrirtækinu segist Anna alltaf vera að læra og takast á við ný verkefni. „Það skiptir rosalega miklu máli í svona starfi að hafa gaman af því sem maður er að gera. Stór partur af því er að læra af nýjum verkefnum sem ég er að vinna daglega,“ segir Anna. „Svo vinn ég með frábæru samstarfsfólki." Anna er í sambúð með Árna Henry Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. „Mikill tími utan vinnunnar fer í fjölskyldu og vini, en svo hef ég mjög gaman af því að fara upp á fjöll á skíði. Ég hef alla tíð verið mikið í Bláfjöllum, en hef ferðast víða erlendis til að skíða líka. Nú er ég að koma krökkunum upp á það líka,“ segir Anna. „Utan þess förum við mikið með krakkana í ferðalög og stundum útivist saman, það er mikið í huga okkar,“ segir Anna.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent