Íslendingar bóka stærri hótel og dvelja lengur erlendis Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2016 10:25 Borgin sem flestir Íslendingar bókuðu hótel í síðastliðinn ágústmánuð var Tenerife. Vinsældir ferðalaga innanlands virðast dragast saman og eru Íslendingar að bóka stærri hótel og dvelja lengur erlendis. Þetta kemur fram í samantakt Dohop um hótelbókanir Íslendinga í síðasta mánuði.Stærri hótel vinsælliNæstum tvöfalt fleiri bókuðu gistingu á svokölluðum “Resort” hótelum nú en í ágúst í fyrra. Resort hótel eru yfirleitt stærri og þar á allt á að vera til alls; matur og skemmtun og margir eyða öllu fríinu á sjálfu hótelinu, sem oft liggur þá að strönd. Sérstaklega virðast stærri hótel á Kanaríeyjum vinsæl þetta árið. Fleiri leita að gistinu utan hinna hefðbundnu hótela, eins og hostel og íbúða en mun færri velja mótel.Fólk bókar með meiri fyrirvara nú en í fyrraSvo virðist sem Íslendingar sem hyggjast fara í frí séu að skipuleggja fyrirhugað ferðalag betur. Ef skoðað er með hversu margra daga fyrirvara Íslendingar bókuðu hótel í ágústmánuði í fyrra sést að flestir bókuðu með 47 daga fyrirvara. Í ár virðist fólk vera að skipuleggja fríið aðeins betur, en nú er meðalfyrirvari bókunar 50 dagar.Fólk gistir lengur á hótelunumMeðallengd dvalar á þeim hótelum sem bókuð voru á Dohop í nýliðnum ágústmánuði er tæpir fjórir dagar. Það er um 20% lengri dvöl en á sama tíma í fyrra þegar meðallengd dvalar var rúmir 3 dagar. Það virðist því vera að Íslendingar stefni á að fara í lengra frí en á sama tíma í fyrra. ogamfara þessu er töluvert minna um fólk sé að bóka hótel í eina nótt.Tenerife vinsælustBorgin sem flestir Íslendingar bókuðu hótel í síðastliðinn ágústmánuð var Tenerife. Í fyrra var Kaupmannahöfn vinsælust. Tenerife var sjötta vinsælasta borgin í fyrra og vinsældirnar því að aukast. Ekki eru miklar breytingar á því hvaða borgir eru vinsælastar, en átta af tíu vinsælustu borgum ágústmánaðar í fyrra eru enn meðal tíu vinsælustu borga þetta árið.Hótel á Íslandi falla í vinsældum með ÍslendingaAnnað áhugavert sem sést þegar upplýsingar um þær borgir sem flestir íslendingar bóka hótel í eru skoðaðar er að Akureyri og Reykjavík falla mikið í vinsældum milli ára. Reykjavík, sem var í 4. sæti í fyrra dettur niður í það 7. Akureyri, sem var tíundi vinsælasti áfangastaður Íslendinga í fyrra fellur nú niður í 24. sæti. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Vinsældir ferðalaga innanlands virðast dragast saman og eru Íslendingar að bóka stærri hótel og dvelja lengur erlendis. Þetta kemur fram í samantakt Dohop um hótelbókanir Íslendinga í síðasta mánuði.Stærri hótel vinsælliNæstum tvöfalt fleiri bókuðu gistingu á svokölluðum “Resort” hótelum nú en í ágúst í fyrra. Resort hótel eru yfirleitt stærri og þar á allt á að vera til alls; matur og skemmtun og margir eyða öllu fríinu á sjálfu hótelinu, sem oft liggur þá að strönd. Sérstaklega virðast stærri hótel á Kanaríeyjum vinsæl þetta árið. Fleiri leita að gistinu utan hinna hefðbundnu hótela, eins og hostel og íbúða en mun færri velja mótel.Fólk bókar með meiri fyrirvara nú en í fyrraSvo virðist sem Íslendingar sem hyggjast fara í frí séu að skipuleggja fyrirhugað ferðalag betur. Ef skoðað er með hversu margra daga fyrirvara Íslendingar bókuðu hótel í ágústmánuði í fyrra sést að flestir bókuðu með 47 daga fyrirvara. Í ár virðist fólk vera að skipuleggja fríið aðeins betur, en nú er meðalfyrirvari bókunar 50 dagar.Fólk gistir lengur á hótelunumMeðallengd dvalar á þeim hótelum sem bókuð voru á Dohop í nýliðnum ágústmánuði er tæpir fjórir dagar. Það er um 20% lengri dvöl en á sama tíma í fyrra þegar meðallengd dvalar var rúmir 3 dagar. Það virðist því vera að Íslendingar stefni á að fara í lengra frí en á sama tíma í fyrra. ogamfara þessu er töluvert minna um fólk sé að bóka hótel í eina nótt.Tenerife vinsælustBorgin sem flestir Íslendingar bókuðu hótel í síðastliðinn ágústmánuð var Tenerife. Í fyrra var Kaupmannahöfn vinsælust. Tenerife var sjötta vinsælasta borgin í fyrra og vinsældirnar því að aukast. Ekki eru miklar breytingar á því hvaða borgir eru vinsælastar, en átta af tíu vinsælustu borgum ágústmánaðar í fyrra eru enn meðal tíu vinsælustu borga þetta árið.Hótel á Íslandi falla í vinsældum með ÍslendingaAnnað áhugavert sem sést þegar upplýsingar um þær borgir sem flestir íslendingar bóka hótel í eru skoðaðar er að Akureyri og Reykjavík falla mikið í vinsældum milli ára. Reykjavík, sem var í 4. sæti í fyrra dettur niður í það 7. Akureyri, sem var tíundi vinsælasti áfangastaður Íslendinga í fyrra fellur nú niður í 24. sæti.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira