Sala lúxusbíla eins og 2006 Sæunn Gísladóttir skrifar 1. september 2016 05:00 Það sem af er ári hefur sala fólks- og jeppabíla aukist um 34,8 prósent en sala lúxusbíla hefur aukist um 48 prósent. Fréttablaðið/Anton Sala lúxusbíla er á miklu skriði á þessu ári. Ef skoðuð er sala lúxusfólksbíla og lúxusjeppa til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga þá hafa selst það sem af er ári 883 bílar, samanborið við 595 bíla í fyrra, sem er 48 prósent aukning. Markaðsstjóri BL segir að sala lúxusbíla sé farin fram úr því sem hún var árin 2004 og 2005 og er nær því að vera eins og á milli áranna 2006 og 2007. Nýskráningum lúxusbíla hefur farið fjölgandi á árinu samanborið við síðasta ár. Samkvæmt gögnum frá Samgöngustofu eru nýskráningar á Audi Q7 til að mynda 28 það sem af er ári, samanborið við 23 allt árið í fyrra. Hundrað og tíu Volvo XC90 hafa verið skráðir á árinu, sem er rúmlega helmingi meira en allt árið í fyrra og meira en árin 2006 og 2007. Sala á bílum stærstu sjö lúxusbílamerkjanna, nema Porsche, hefur aukist milli ára, og seljast nú sumir lúxusbílar álíka vel og árið 2006. Margar lúxustegundir hafa þó ekki náð sömu söluhæðum og árið 2007. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sem selur Volvo bíla, segist finna fyrir auknum áhuga á lúxusbílum meðal viðskiptavina. Hann bendir á að það sem af er ári hefur sala fólks- og jeppabíla aukist um 34,8 prósent en sala lúxusbíla hefur aukist um 48 prósent, því séu lúxusbílar að sækja stærri hlut af heildarmarkaði. Svo virðist sem neytendur hafi frekar efni á lúxusbílum en var fyrir hrun. Egill segir að færri taki lán fyrir lúxusbílum nú en fyrir hrun og að færri taki lán fyrir lúxusbílum en fólks- og jeppabílum. Sextíu til sjötíu prósent seldra bíla árin 2006 og 2007 voru með einhverjum lánum samanborið við þrjátíu og fimm til fjörutíu prósent nú. „Það er meira um að menn eigi bíla fyrir setji þá upp í og borgi svo með,“ segir Egill.Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að 35-40% viðskiptavina taki bílalán samanborið við 60-70% fyrir hrun. Fréttablaðið/ValliLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL sem selur Land Rover, segir söluna á Land Rover í ár álíka eins og hún var milli áranna 2006 og 2007. Hann tekur undir með Agli að minna sé um lán en fyrir hrun. „Töluvert af fólki er að taka lán, en það er miklu lægra lánshlutfall á hvern bíl og engin dæmi eins og við vorum með þar sem var tekin rekstrarleiga,“ segir Loftur. Hann segir að álíka margir taki lán fyrir lúxusbílum og almennt. „Um þrjátíu prósent taka lán, og heilt yfir bílana hefur það verið eins.“ Loftur segir ómögulegt að segja hvort lúxusbílasala muni ná sömu hæðum og árið 2007 á næstunni þar sem bílasala sé rosalega tengd væntingarvísitölunni. „Ef fólk hefur sömu væntingar til áframhaldandi hagvaxtar eins og hefur verið þá verður bílasalan áfram góð, en það getur brugðið til beggja vona,“ segir Loftur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira
Sala lúxusbíla er á miklu skriði á þessu ári. Ef skoðuð er sala lúxusfólksbíla og lúxusjeppa til einstaklinga og fyrirtækja án bílaleiga þá hafa selst það sem af er ári 883 bílar, samanborið við 595 bíla í fyrra, sem er 48 prósent aukning. Markaðsstjóri BL segir að sala lúxusbíla sé farin fram úr því sem hún var árin 2004 og 2005 og er nær því að vera eins og á milli áranna 2006 og 2007. Nýskráningum lúxusbíla hefur farið fjölgandi á árinu samanborið við síðasta ár. Samkvæmt gögnum frá Samgöngustofu eru nýskráningar á Audi Q7 til að mynda 28 það sem af er ári, samanborið við 23 allt árið í fyrra. Hundrað og tíu Volvo XC90 hafa verið skráðir á árinu, sem er rúmlega helmingi meira en allt árið í fyrra og meira en árin 2006 og 2007. Sala á bílum stærstu sjö lúxusbílamerkjanna, nema Porsche, hefur aukist milli ára, og seljast nú sumir lúxusbílar álíka vel og árið 2006. Margar lúxustegundir hafa þó ekki náð sömu söluhæðum og árið 2007. Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar sem selur Volvo bíla, segist finna fyrir auknum áhuga á lúxusbílum meðal viðskiptavina. Hann bendir á að það sem af er ári hefur sala fólks- og jeppabíla aukist um 34,8 prósent en sala lúxusbíla hefur aukist um 48 prósent, því séu lúxusbílar að sækja stærri hlut af heildarmarkaði. Svo virðist sem neytendur hafi frekar efni á lúxusbílum en var fyrir hrun. Egill segir að færri taki lán fyrir lúxusbílum nú en fyrir hrun og að færri taki lán fyrir lúxusbílum en fólks- og jeppabílum. Sextíu til sjötíu prósent seldra bíla árin 2006 og 2007 voru með einhverjum lánum samanborið við þrjátíu og fimm til fjörutíu prósent nú. „Það er meira um að menn eigi bíla fyrir setji þá upp í og borgi svo með,“ segir Egill.Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir að 35-40% viðskiptavina taki bílalán samanborið við 60-70% fyrir hrun. Fréttablaðið/ValliLoftur Ágústsson, markaðsstjóri BL sem selur Land Rover, segir söluna á Land Rover í ár álíka eins og hún var milli áranna 2006 og 2007. Hann tekur undir með Agli að minna sé um lán en fyrir hrun. „Töluvert af fólki er að taka lán, en það er miklu lægra lánshlutfall á hvern bíl og engin dæmi eins og við vorum með þar sem var tekin rekstrarleiga,“ segir Loftur. Hann segir að álíka margir taki lán fyrir lúxusbílum og almennt. „Um þrjátíu prósent taka lán, og heilt yfir bílana hefur það verið eins.“ Loftur segir ómögulegt að segja hvort lúxusbílasala muni ná sömu hæðum og árið 2007 á næstunni þar sem bílasala sé rosalega tengd væntingarvísitölunni. „Ef fólk hefur sömu væntingar til áframhaldandi hagvaxtar eins og hefur verið þá verður bílasalan áfram góð, en það getur brugðið til beggja vona,“ segir Loftur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Sjá meira