Lauf Forks sigursælir á Eurobike Birta Svavarsdóttir skrifar 1. september 2016 13:29 Strákarnir hjá Lauf Forks alsælir með verðlaunin í gær. Lauf Forks Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Lauf Forks vann til verðlauna á alþjóðlegu Eurobike hjólasýningunni í Þýskalandi í gærkvöldi. Voru verðlaunin í flokki bestu hjólaíhluta, en demparagaffall fyrirtækisins, Lauf Grit, þótti skara fram úr á sínu sviði.Sérhannað fyrir malarhjólreiðar Fyrirtækið hefur unnið að þróun demparagafla frá stofnun þess árið 2011, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er gaffallinn sá hluti hjólsins sem heldur framdekkinu á sínum stað og getur verið mismunandi eftir tegund og tilgangi hjólsins. Í samtali við Vísi segir Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins, gafflana vera eins konar millistig á milli hefðbundinna, þungra demparagaffla og stífra og léttra gaffla. „Hingað til hefur ekki verið nein lausn sem dekkar þann markað sem er þarna á milli, þegar þú ert hvorki á fleygiferð niður fjallshlíð né að hjóla á silkismurðu malbiki, heldur til dæmis á malarvegi. Það er í raun ekkert annað konsept á markaðnum í dag sem mætir þessari þörf eins og okkar vara,“ segir Benedikt.Lauf Grit gaffallinn.Lauf ForksÞá segir hann þróunina hafa áður snúið meira að hefðbundnum demparagöfflum gerðum fyrir fjallahjól, sem gekk að sögn vel, en eftir því sem tímanum leið kom sífellt betur í ljós að helsta gatið á markaðnum lægi í sérhönnuðum göfflum fyrir malarhjólreiðar. Benedikt segir að það sé klárlega markaður fyrir sérhannaða lausn á borð við Lauf Grit hér á landi, en varan sé til að mynda mjög hentugur valkostur fyrir hina árlegu Bláa Lóns Áskorun. Bláa Lóns Áskorunin, eða Blue Lagoon Challenge, er ein stærsta fjallahjólakeppni á Íslandi en í henni er hjóluð 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Stór hluti þeirrar leiðar liggur einmitt yfir malarvegi og lausan sand. „Þetta er mjög þægilegt fyrir svoleiðis ferðir, þegar þú vilt hvorki vera með vesenið og þyngdina af stórum demparagaffli, né vera á einhverju alveg pinnstífu og óþægilegu,“ segir Benedikt.Verðlaunin eru ákveðinn gæðastimpill Segir Benedikt verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtæki sem er að reyna að koma sér á framfæri á alþjóðlegum markaði, og gætu þau hjálpað þeim að komast í samband við stærri hjólafyrirtæki sem myndu þá vilja taka inn vöruna.Gaffallinn hentar mjög vel fyrir malarhjólreiðar.right„Sérstaklega því þetta er vara sem þarfnast ákveðinnar viðurkenningar því að hún er aðeins öðruvísi. Flestir í hjólabransanum eru að selja mjög keimlík hjól, sem eru bara með einhverjum smáatriðamuni. Fólk er þá auðvitað ekkert að efast um að það virki bara, og hefur kannski verið pínu hrætt við að nota svona framandi konsept sem það hefur ekki hugmynd um hvort að virki. Þessi verðlaun og það að fleiri og fleiri stærri merki eru að taka þetta inn í sínar línur eru svona ákveðinn gæðastimpill.“ Eurobike er ein stærsta hjólasýning heims en hún er haldin árlega í Friedrichshafen í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þar geta leiðandi framleiðendur og sprotafyrirtæki í bransanum kynnt sínar vörur, en samkvæmt skipuleggjendum Eurobike koma saman á sýningunni á milli 60 og 70 þúsund hjólaunnendur, bransafólk og fréttamenn á hverju ári. „Þetta er alveg risastórt. Þetta eru eins og svona tuttugu Laugardalshallir og svo er allt útisvæðið í kring notað líka. Stærstu merkin byggja sér sýningarhús á tveimur hæðum sem eru svo bara rifin niður þegar sýningin er búin eftir fjóra daga. Þetta er frekar klikkað,“ segir Benedikt að lokum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Lauf Forks vann til verðlauna á alþjóðlegu Eurobike hjólasýningunni í Þýskalandi í gærkvöldi. Voru verðlaunin í flokki bestu hjólaíhluta, en demparagaffall fyrirtækisins, Lauf Grit, þótti skara fram úr á sínu sviði.Sérhannað fyrir malarhjólreiðar Fyrirtækið hefur unnið að þróun demparagafla frá stofnun þess árið 2011, en fyrir þá sem ekki þekkja til þá er gaffallinn sá hluti hjólsins sem heldur framdekkinu á sínum stað og getur verið mismunandi eftir tegund og tilgangi hjólsins. Í samtali við Vísi segir Benedikt Skúlason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins, gafflana vera eins konar millistig á milli hefðbundinna, þungra demparagaffla og stífra og léttra gaffla. „Hingað til hefur ekki verið nein lausn sem dekkar þann markað sem er þarna á milli, þegar þú ert hvorki á fleygiferð niður fjallshlíð né að hjóla á silkismurðu malbiki, heldur til dæmis á malarvegi. Það er í raun ekkert annað konsept á markaðnum í dag sem mætir þessari þörf eins og okkar vara,“ segir Benedikt.Lauf Grit gaffallinn.Lauf ForksÞá segir hann þróunina hafa áður snúið meira að hefðbundnum demparagöfflum gerðum fyrir fjallahjól, sem gekk að sögn vel, en eftir því sem tímanum leið kom sífellt betur í ljós að helsta gatið á markaðnum lægi í sérhönnuðum göfflum fyrir malarhjólreiðar. Benedikt segir að það sé klárlega markaður fyrir sérhannaða lausn á borð við Lauf Grit hér á landi, en varan sé til að mynda mjög hentugur valkostur fyrir hina árlegu Bláa Lóns Áskorun. Bláa Lóns Áskorunin, eða Blue Lagoon Challenge, er ein stærsta fjallahjólakeppni á Íslandi en í henni er hjóluð 60 kílómetra leið, frá Völlunum í Hafnarfirði og að Svartsengi í Grindavík. Stór hluti þeirrar leiðar liggur einmitt yfir malarvegi og lausan sand. „Þetta er mjög þægilegt fyrir svoleiðis ferðir, þegar þú vilt hvorki vera með vesenið og þyngdina af stórum demparagaffli, né vera á einhverju alveg pinnstífu og óþægilegu,“ segir Benedikt.Verðlaunin eru ákveðinn gæðastimpill Segir Benedikt verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir fyrirtæki sem er að reyna að koma sér á framfæri á alþjóðlegum markaði, og gætu þau hjálpað þeim að komast í samband við stærri hjólafyrirtæki sem myndu þá vilja taka inn vöruna.Gaffallinn hentar mjög vel fyrir malarhjólreiðar.right„Sérstaklega því þetta er vara sem þarfnast ákveðinnar viðurkenningar því að hún er aðeins öðruvísi. Flestir í hjólabransanum eru að selja mjög keimlík hjól, sem eru bara með einhverjum smáatriðamuni. Fólk er þá auðvitað ekkert að efast um að það virki bara, og hefur kannski verið pínu hrætt við að nota svona framandi konsept sem það hefur ekki hugmynd um hvort að virki. Þessi verðlaun og það að fleiri og fleiri stærri merki eru að taka þetta inn í sínar línur eru svona ákveðinn gæðastimpill.“ Eurobike er ein stærsta hjólasýning heims en hún er haldin árlega í Friedrichshafen í Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Þar geta leiðandi framleiðendur og sprotafyrirtæki í bransanum kynnt sínar vörur, en samkvæmt skipuleggjendum Eurobike koma saman á sýningunni á milli 60 og 70 þúsund hjólaunnendur, bransafólk og fréttamenn á hverju ári. „Þetta er alveg risastórt. Þetta eru eins og svona tuttugu Laugardalshallir og svo er allt útisvæðið í kring notað líka. Stærstu merkin byggja sér sýningarhús á tveimur hæðum sem eru svo bara rifin niður þegar sýningin er búin eftir fjóra daga. Þetta er frekar klikkað,“ segir Benedikt að lokum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira