Google, Facebook og fleiri tæknirisar í Hörpu á föstudag Tinni Sveinsson skrifar 6. september 2016 16:30 Haustráðstefna Advania er nú haldin í 22. skipti og munu leiðandi aðilar miðla þekkingu sinni og framtíðarsýn. Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Facebook at Work, internetvæðing hlutanna hjá Google og sýndarveruleiki RVX í Hollywood-myndum er meðal þess sem fyrirlesarar fara yfir á Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnan fer fram í Hörpu á föstudaginn. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar og skrá sig á heimasíðu hennar en af mörgu er að taka. Meðal fyrirlesara er Guðmundur Hafsteinsson, sem stjórnar vöruþróun hjá Google. Guðmundur á langan feril að baki hjá tæknifyrirtækjum víðsvegar um heiminn og nefnist fyrirlestur hans Þriðja byltingin. „Fyrsta tölvubyltingin sem náði til neytenda hófst með aðgengi að vefnum í gegnum borðtölvur. Fólk hafði þá greiðan aðgang að heilum heimi upplýsinga á eigin heimili. Önnur bylting hófst með tilkomu snjallsímans, sem breytti því hvernig fólk notar tæknilausnir og gerði upplýsingaflæðið persónulegra og aðgengilegra. Samhliða því að tæknin verður allt umlykjandi, stöndum við á mörkum þriðju tölvubyltingarinnar. Aðgengi fólks að upplýsingum og aðstoð verður ekki bundið við borðtölvur, fartölvur eða snjallsíma, heldur bíla, úr, hátalara, sjónvörp og fleira,“ segir í lýsingu á fyrirlestri Guðmundar. Cathy Yum mætir frá Facebook og ætlar að skyggnast bak við tjöldin á Facebook at Work, sem mörg íslensk fyrirtæki hafa nú augastað á. Í erindi hennar verður skoðað hvernig Eimskip og Icelandair hafa bætt samskiptaleiðir og efla tengsl starfsfólks með Facebook at Work. Hún ræðir einnig við Ólaf William Hand frá Eimskip og Pétur Þ. Óskarsson frá Icelandair Group um innleiðinguna. Öryggissérfræðingurinn Rik Ferguson fer á skemmtilegan hátt yfir grunnatriðin sem fyrirtæki klikka á þegar þau eru að koma sér upp skilvirkum öryggis- og eftirlitskerfum og ferlum. Ferguson leiðir rannsóknir á sviði netöryggis hjá Trend Micro og er einn af helstu netöryggissérfræðingum heims. Hann hefur sinnt ráðgjöf hjá öryggis og löggæslustofnunum, meðal annars Europol. Daði Einarsson mun fjalla um spennandi hluti sem eru að gerast í heimi VR (Virtual Reality) og mun ræða hvernig RVX getur nýtt sér reynslu sína í myndbrellum fyrir Hollywood kvikmyndir til þess að skara fram úr í VR framleiðslu. RVX hefur séð um sjónrænar brellur í tengslum við margvísleg stór verkefni, aðallega við kvikmyndaframleiðslu í Hollywood. Daði Einarsson er einn af stofnendum RVX og hefur séð um stjón fyrirtækisins frá stofnun þess. Hann býr að viðamikilli reynslu sem hann hefur aflað sér bæði innanlands sem utan. Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, setur ráðstefnuna klukkan 8.30 á föstudagsmorgun og stendur hún allan daginn.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira