Viðskipti innlent

Lá við slagsmálum vegna nýrra vegghilla í Söstrene Grene

Birgir Olgeirsson skrifar
Röðin við verslunina í Kringlunnni.
Röðin við verslunina í Kringlunnni. Vísir

Raðir mynduðust fyrir utan verslanir Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind í morgun þar sem væntanlegir viðskiptavinir vonuðust eftir að festa kaup á vegghillum úr járni, annað hvort í svörtum eða hvítum lit og á annað hvort tveimur eða þremur hæðum.

Vegghillan sem umræðir.

Í Smáralind náði röðin frá versluninni að Bæjarins bestu og var þar hleypt inn í hollum. 

Önnur saga var í Kringlunni þar sem ekki var hleypt inn í hollum og var kappið svo mikið  hjá sumum við að ná í hillu að lá við slagsmálum að sögn viðstaddra. 

Um 150 hillur voru til sölu í hvorri verslun. Segja kunnugir að einfaldleiki hillanna og verð þeirra dragi svo marga að. 

Hjá Söstrene Grene fengust þær upplýsingar að svona uppákoma sé orðin nánast að venju þar á bæ þegar annað hvort haust- eða vorlínurnar eru settar á sölu. 

Fyrir tveimur árum varð til dæmis allt vitlaust út af sófaborðum þar á bæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.