Hagvöxtur 3,7% á öðrum ársfjórðungi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2016 11:09 Seðlabanki Íslands. Vísir/Andri Marinó Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2016, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 3,7% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 2,1% frá 1. ársfjórðungi 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hagvöxtur árið 2015 var 4,2%. Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 jókst um 4,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2015. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 9,4%. Einkaneysla jókst um 7,7%, samneysla um 0,6% og fjárfesting um 29,5%. Útflutningur jókst um 5,3% og innflutningur nokkru meira, eða um 16,2%. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,2% á árinu 2015 samkvæmt endurmati á niðurstöðum þjóðhagsreikninga, samanborið við 1,9% vöxt árið 2014 og 4,4% árið 2013. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram árið 2015 en þjóðarútgjöld jukust um 6,0%. Einkaneysla jókst um 4,3%, samneysla um 1,0% og fjárfesting um 18,3%. Útflutningur jókst um 9,2% og innflutningur um 13,5%. Þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 166,6 milljarða króna, dró utanríkisverslun úr hagvexti. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum ásamt lægri halla á launa- og fjáreignatekjum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, leiddi til jákvæðs viðskiptajöfnuðar á árinu 2015. Hann nam tæplega 148 milljörðum króna án rekstrarframlaga, eða sem nemur 6,7% af landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar var viðskiptajöfnuður jákvæður um rúmlega 92 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs, eða sem nemur 4,6% af landsframleiðslu ársins. Viðskiptakjaraáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 3,9% á árinu 2015. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en nam vexti landsframleiðslu eða um 9,0% samanborið við 3,4% aukningu árið áður. Endurskoðun á áður birtum niðurstöðum hefur umtalsverð áhrif, mest árið 2009, þar sem að samdráttur einkaneyslunnar eykst um 4,2 prósentustig frá fyrri niðurstöðum, úr 9,2% í 13,4%. Samkvæmt áður birtum niðurstöðum dróst landsframleiðsla saman um 4,7% árið 2009 en samkvæmt endurskoðuðum tölum var samdrátturinn töluvert meiri eða 6,6%.Nánari upplýsingar má fá á vef Hagstofunnar. Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2016, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 3,7% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 2,1% frá 1. ársfjórðungi 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Hagvöxtur árið 2015 var 4,2%. Landsframleiðslan á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 jókst um 4,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2015. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 9,4%. Einkaneysla jókst um 7,7%, samneysla um 0,6% og fjárfesting um 29,5%. Útflutningur jókst um 5,3% og innflutningur nokkru meira, eða um 16,2%. Landsframleiðsla jókst að raungildi um 4,2% á árinu 2015 samkvæmt endurmati á niðurstöðum þjóðhagsreikninga, samanborið við 1,9% vöxt árið 2014 og 4,4% árið 2013. Neysla og fjárfesting drógu hagvöxtinn áfram árið 2015 en þjóðarútgjöld jukust um 6,0%. Einkaneysla jókst um 4,3%, samneysla um 1,0% og fjárfesting um 18,3%. Útflutningur jókst um 9,2% og innflutningur um 13,5%. Þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 166,6 milljarða króna, dró utanríkisverslun úr hagvexti. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum ásamt lægri halla á launa- og fjáreignatekjum, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, leiddi til jákvæðs viðskiptajöfnuðar á árinu 2015. Hann nam tæplega 148 milljörðum króna án rekstrarframlaga, eða sem nemur 6,7% af landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar var viðskiptajöfnuður jákvæður um rúmlega 92 milljarða árið 2014 á verðlagi þess árs, eða sem nemur 4,6% af landsframleiðslu ársins. Viðskiptakjaraáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 3,9% á árinu 2015. Það ásamt jákvæðum viðskiptajöfnuði varð til þess að þjóðartekjur jukust meira en nam vexti landsframleiðslu eða um 9,0% samanborið við 3,4% aukningu árið áður. Endurskoðun á áður birtum niðurstöðum hefur umtalsverð áhrif, mest árið 2009, þar sem að samdráttur einkaneyslunnar eykst um 4,2 prósentustig frá fyrri niðurstöðum, úr 9,2% í 13,4%. Samkvæmt áður birtum niðurstöðum dróst landsframleiðsla saman um 4,7% árið 2009 en samkvæmt endurskoðuðum tölum var samdrátturinn töluvert meiri eða 6,6%.Nánari upplýsingar má fá á vef Hagstofunnar.
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira