"Ég vil ekki hylja mig lengur“ Ritstjórn skrifar 30. ágúst 2016 10:30 Glamour/Getty Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016 Glamour Fegurð Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Steldu stílnum: Dökk blátt smokey Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour
Söngkonan Alicia Keys vakti athygli á rauða dreglinum á MTV hátíðinni um helgina fyrir þær sakir að hún var alveg ómáluð, annað er aðrir gestir hátíðarinnar. Er það viljandi hjá Keys sem fyrir stuttu skrifaði öflugan pistil á Lenny Letter þar sem hún útskýrir hvers vegna hún er hætt að nota förðunarvörur á opinberlega. „Ég vil ekki hylja mig lengur. Ekki andlitið mitt, hausinn, sálina, hugsanir, drauma, vonir og þrár. Ekkert,“ segir söngkonan meðal annars í pistlinum þar sem hún segist vera orðin þreytt á að reyna sífellt að passa inn í hin hefðbundu fegurðarform. Hún hefur áhyggjur að fullkomunaráráttu ungra stúlkna, sem hylja á sér andlitið með förðunarvörum til að reyna að vera fullkomnar og vill vera þeim góð fyrirmynd með þessari ákvörðun sinni. Skiptar skoðanir voru á þessari ákvörðun Keys meðal Twitter notenda um helgina þó flestir tóku ofan af fyrir söngkonunni. Hún birti gangrýnendum sínum svar á Twitter sem má sjá hér að neðan. Að lokum er vert að taka fram að það er í raun fáranlegt að árið sé 2016 og það sé ennþá fréttnæmt að söngkona mætir ómáluð á svið, ákvörðun Keys sýndi það að við eigum ennþá langt í land þar sem fréttir af Keys fylltu dægurmiðla eftir VMA-hátíðina. Fylgjum fordæmi Keys. Þó að sumum finnist gaman að mála sig er það langt í frá nauðsynlegt. Áfram Alicia og takk fyrir að vekja athygli á þessu. Keys ásamt manni sínum, Swizz Beatz.Y'all, me choosing to be makeup free doesn't mean I'm anti-makeup. Do you! pic.twitter.com/Mg0Ug9YA9q— Alicia Keys (@aliciakeys) August 29, 2016
Glamour Fegurð Mest lesið Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Besta götutískan frá Tókýó Glamour Louis Vuitton frumsýnir samstarfið við Supreme Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Steldu stílnum: Dökk blátt smokey Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Höldum bláa daginn hátíðlegan Glamour Smekkbuxur og lakk hjá Balmain Glamour