Körfubolti

Israel Martin aftur á Krókinn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Israel Martin fagnar af innlifun.
Israel Martin fagnar af innlifun. vísir/anton

Spænski þjálfarinn Israel Martin er nú kominn aftur til Tindastóls, eftir að hafa þjálfað danska stórliðið Bakken Bears á síðasta ári.

Martin mun gegna stöðu framkvæmdastjóra körfuknattleiksdeildar Tindastóls, en frá þessu er greint á fréttavefnum Feyki í Skagafirði.

Hann mun auk þess sjá um þjálfun hjá unglingaflokki kvenna og taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla.

Israel Martin náði eftirtektarverðum árangri sem aðalþjálfari Tindastóls, leiktímabilið 2014-2015. Liðið endaði þá í 2. sæti í Domino's-deildinni og lék til úrslita gegn KR-ingum, en tapaði 3-1.

Ennfremur var Martin kosinn þjálfari ársins hér á landi.

Undir hans stjórn komst Bakken í úrslitin í Danmörku en liðið tapaði gegn Horsens. Bakken varð í öðru sæti í deildarkeppninni og varð bikarmeistari, en það dugði ekki til - Martin var látinn fara frá félaginu. Hann var þó valinn þjálfari ársins í danmörku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.