Glamour

Lily Rose Depp frumsýnir nýju Chanel No.5 auglýsinguna

Ritstjórn skrifar
skjáskot/Instagram
Fyrirsætan og leikkonan unga Lily Rose-Depp var tilkynnt sem nýtt andlit ilmvatnsins Chanel No.5 í upphafi árs og á dögunum frumsýndi hún auglýsingaherferðina sjálfa. 

Ilmvatnið er með því frægara í heiminum og því heiður fyrir hina sautján ára Lily Rose, sem er í miklu uppáhaldi hjá Karl Lagerfeld en hún er dóttir frönsku leik- og söngkonunnar Vanessu Paradis og Johnny Depp. 

Flott auglýsing sem á eflaust eftir að laða að nýja aðdáendur að ilmvatninu fræga. 

Lily-Rose Depp og Karl Lagerfeld.Glamour/Getty

Tengdar fréttir

Dóttir og barnsmóðir Depp koma honum til varnar

„Pabbi minn er elskulegasta manneskja sem ég þekki, hann hefur bara verið yndislegur faðir fyrir mig mig og litla bróður minn, og allir sem ég þekki myndu segja það sama.“


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.