Seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:57 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, munu greina frá rökum nefndarinnar fyrir vaxtalækkuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans sem birtist í nýju hefti Peningamála séu horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. „Þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist hún 1,1% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015. Viðskiptakjarabati, lítil alþjóðleg verðbólga, aðhaldssöm peningastefna og hækkun gengis krónunnar hafa vegið á móti áhrifum launahækkana á verðlag. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.Sérfræðingar bankanna spáðu því í vikunni að vextir yrðu óbreyttir þótt þeir teldu svigrúm til lækkunar. Þá töldu þeir mörg ár, jafnvel tugi ára, þangað til vextir á Íslandi yrðu sambærilegir og þeir sem bjóðast í nágrannalöndunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag en fréttina má sjá að neðan.Verðbólguhorfur hafa batnað frá síðustu spá Seðlabankans. Haldist gengi krónunnar óbreytt er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár. Samkvæmt spánni mun hún aukast þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækkunar fjara út. Verðbólgan eykst þó hægar og verður ekki eins mikil og áður var spáð. Hækki gengið áfram verður hún að öðru óbreyttu minni en grunnspáin gerir ráð fyrir. Aðhaldssöm peningastefna hefur haldið aftur af lánsfjáreftirspurn og stuðlað að auknum sparnaði og þannig rennt stoðum undir meiri viðskiptaafgang og hækkun krónunnar. Ásamt hagstæðum ytri aðstæðum hefur peningastefnan því leitt til minni verðbólgu og nýlega til þess að verðbólguvæntingar eru nálægt verðbólgumarkmiðinu. Af sömu ástæðum hafa raunvextir hækkað nokkuð að undanförnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir. Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta kalla þó á varfærni við ákvörðun vaxta. Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, munu greina frá rökum nefndarinnar fyrir vaxtalækkuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans sem birtist í nýju hefti Peningamála séu horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. „Þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist hún 1,1% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015. Viðskiptakjarabati, lítil alþjóðleg verðbólga, aðhaldssöm peningastefna og hækkun gengis krónunnar hafa vegið á móti áhrifum launahækkana á verðlag. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.Sérfræðingar bankanna spáðu því í vikunni að vextir yrðu óbreyttir þótt þeir teldu svigrúm til lækkunar. Þá töldu þeir mörg ár, jafnvel tugi ára, þangað til vextir á Íslandi yrðu sambærilegir og þeir sem bjóðast í nágrannalöndunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag en fréttina má sjá að neðan.Verðbólguhorfur hafa batnað frá síðustu spá Seðlabankans. Haldist gengi krónunnar óbreytt er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár. Samkvæmt spánni mun hún aukast þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækkunar fjara út. Verðbólgan eykst þó hægar og verður ekki eins mikil og áður var spáð. Hækki gengið áfram verður hún að öðru óbreyttu minni en grunnspáin gerir ráð fyrir. Aðhaldssöm peningastefna hefur haldið aftur af lánsfjáreftirspurn og stuðlað að auknum sparnaði og þannig rennt stoðum undir meiri viðskiptaafgang og hækkun krónunnar. Ásamt hagstæðum ytri aðstæðum hefur peningastefnan því leitt til minni verðbólgu og nýlega til þess að verðbólguvæntingar eru nálægt verðbólgumarkmiðinu. Af sömu ástæðum hafa raunvextir hækkað nokkuð að undanförnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir. Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta kalla þó á varfærni við ákvörðun vaxta. Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira