Seðlabankinn segist skammaður sama hvað Ingvar Haraldsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/gva Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það hafa legið fyrir að Seðlabankinn myndi liggja undir skömmum sama hvort hann héldi stýrivöxtum háum eða lágum til að bregðast við launahækkunum sem fylgdu nýlegum kjarasamningum. Seðlabankinn tilkynnti í gær, mörgum að óvörum, að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig í 5,25 prósent. „Vegna þess að þegar við bregðumst við þessum launahækkunum með því að hafa vaxtastigið hærra og segjum að okkur takist fullkomlega það sem við ætlum að gera, að halda verðbólgumarkmiði, þá munum við heyra raddirnar: Bíddu, til hvers voruð þið að þessu, verðbólgan er bara í markmiði, var þetta ekki algjör óþarfi?“ Seðlabankinn hefði fengið sömu skammir hefðu stýrivextir ekki verið hækkaðir og verðbólga hefði hækkað í kjölfarið. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ofmetið hættuna af verðbólguhækkun og brugðist of hart við með stýrivaxtahækkunum. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti Seðlabankans úr 4,5 prósentum í 5,75 prósent á síðasta ári til að mæta væntri hækkun verðbólgu. Verðbólga hefur hins vegar verið á niðurleið og mældist verðbólga 1,1 prósent í júlí, vel fyrir neðan 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí bjóst bankinn við 1,9 prósenta verðbólgu á þriðja ársfjórðungi og 3,0 prósenta verðbólgu á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Seðlabankinn býst nú við að verðbólga verði 2,2 prósent í lok ársins. Peningastefnunefndin sagði lága verðbólgu erlendis, 6,5 prósenta styrkingu á gengi krónunnar og hagstæðari viðskiptakjör eiga stóran þátt í að skýra lægri verðbólgu. Auk þess hefðu stýrivaxtahækkanirnar virkað sem skyldi og stuðlað að lægri verðbólgu þar sem hærri vextir hefðu valdið hægari útlánavexti og auknum sparnaði sem dragi úr umsvifum í hagkerfinu. Það hefði stuðlað að hærri viðskiptaafgangi og sterkara gengi krónunnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði hugsanlegt að stýrivextir hefðu verið of háir. Hins vegar verði að taka tillit til þess að óvarlegt hefði verið að gera ráð fyrir jafn mikilli gengisstyrkingu krónunnar og orðið hefði í sumar, upp á 6,5 prósent. Þá væru vísbendingar um að þar til nýlega hefði Seðlabankann skort trúverðugleika um að hann myndi ekki gera allt sem í hans valdi stæði til að halda verðbólgunni niðri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir það hafa legið fyrir að Seðlabankinn myndi liggja undir skömmum sama hvort hann héldi stýrivöxtum háum eða lágum til að bregðast við launahækkunum sem fylgdu nýlegum kjarasamningum. Seðlabankinn tilkynnti í gær, mörgum að óvörum, að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,5 prósentustig í 5,25 prósent. „Vegna þess að þegar við bregðumst við þessum launahækkunum með því að hafa vaxtastigið hærra og segjum að okkur takist fullkomlega það sem við ætlum að gera, að halda verðbólgumarkmiði, þá munum við heyra raddirnar: Bíddu, til hvers voruð þið að þessu, verðbólgan er bara í markmiði, var þetta ekki algjör óþarfi?“ Seðlabankinn hefði fengið sömu skammir hefðu stýrivextir ekki verið hækkaðir og verðbólga hefði hækkað í kjölfarið. Seðlabankinn hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ofmetið hættuna af verðbólguhækkun og brugðist of hart við með stýrivaxtahækkunum. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti Seðlabankans úr 4,5 prósentum í 5,75 prósent á síðasta ári til að mæta væntri hækkun verðbólgu. Verðbólga hefur hins vegar verið á niðurleið og mældist verðbólga 1,1 prósent í júlí, vel fyrir neðan 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í verðbólguspá Seðlabankans frá því í maí bjóst bankinn við 1,9 prósenta verðbólgu á þriðja ársfjórðungi og 3,0 prósenta verðbólgu á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Seðlabankinn býst nú við að verðbólga verði 2,2 prósent í lok ársins. Peningastefnunefndin sagði lága verðbólgu erlendis, 6,5 prósenta styrkingu á gengi krónunnar og hagstæðari viðskiptakjör eiga stóran þátt í að skýra lægri verðbólgu. Auk þess hefðu stýrivaxtahækkanirnar virkað sem skyldi og stuðlað að lægri verðbólgu þar sem hærri vextir hefðu valdið hægari útlánavexti og auknum sparnaði sem dragi úr umsvifum í hagkerfinu. Það hefði stuðlað að hærri viðskiptaafgangi og sterkara gengi krónunnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði hugsanlegt að stýrivextir hefðu verið of háir. Hins vegar verði að taka tillit til þess að óvarlegt hefði verið að gera ráð fyrir jafn mikilli gengisstyrkingu krónunnar og orðið hefði í sumar, upp á 6,5 prósent. Þá væru vísbendingar um að þar til nýlega hefði Seðlabankann skort trúverðugleika um að hann myndi ekki gera allt sem í hans valdi stæði til að halda verðbólgunni niðri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Sjá meira