Mint Solutions fær 650 milljón króna fjárfestingu Sæunn Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2016 14:28 MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. Mynd/Mint Solutions Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira