Mint Solutions fær 650 milljón króna fjárfestingu Sæunn Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2016 14:28 MedEye lyfjaöryggiskerfið í notkun. Mynd/Mint Solutions Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“ Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Íslensk-hollenska hátæknifyrirtækið Mint Solutions hefur tilkynnt um 650 milljón króna fjárfestingu sem gerir fyrirtækinu kleift að hraða markaðssetningu og innleiðingu lyfjaöryggiskerfisins MedEye á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Fjármagnið kemur frá hópi fjárfesta undir forystu BOM Capital í Hollandi og tveggja núverandi hluthafa, LSP og Seventure Partners, ásamt Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og íslenskum einkafjárfestum. Mint Solutions var stofnað á Íslandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að þróun lyfjaöryggiskerfisins MedEye. Kerfið stórbætir lyfjaöryggi á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum með því að gerahjúkrunarfræðingum kleift að skanna öll lyf sjúklinga, rétt áður en þau eru gefin. Þannig er tryggt að lyfjagjöf sé í samræmi við lyfseðil og fyrirmæli lækna.Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions.Mynd/Mint Solutions„MedEye sér til þess sjúklingarnir fái rétt lyf, í réttu magni á réttum tíma og kemur því í veg fyrir lyfjamistök,” segir Gauti Þór Reynisson, framkvæmdastjóri Mint Solutions í tilkynningu. „Fjárfestingin gerir okkur kleift að efla þróun MedEye enn frekar og svara aukinni eftirspurn frá sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum í Hollandi og víðar í Evrópu. MedEye kemur í stað mun flóknari og dýrari lausna, t.d. strikamerkinga á hverjum lyfjaskammti fyrir sig, og við getum því gjörbylt þeim markaði sem við erum á.“Öll þróunarvinna fer fram á Íslandi. Fyrirtækið er nú með 18 starfsmenn, níu hér á landi og níu í Hollandi, sem er stærsti markaður þess. Með fjárfestingunnistefnir Mint Solutions á frekari landvinninga á alþjóðlegum mörkuðum, m.a. í Belgíu, Bretlandi ogBandaríkjunum. Nýsköpunar-sjóður atvinnulífsinsfjárfesti í félaginu árið 2011 og og hefur fylgt fjárfestingunni eftir síðan þá.„Við höfðum strax trú á þessari vöru og sáum tækifæri til þess að leysa viðamikið vandamál á sviði heilbrigðistækni. Þróun MedEye hefur gengið vel og Mint Solutions hefur nú fengið einkaleyfi fyrir tækninni og hafið markaðssetningu í Hollandi. Við fögnum þessari nýju fjárfestingu þar sem hún mun gera Mint Solutions og MedEye kleift að ná fótfestu á heimsvísu,“ segir Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.Aðrir helstu hluthafar í Mint Solutions eru LSP, Seventure Partners og BOM Capital, ásamt minni einkafjárfestum, stofnendum og starfsfólki.Tækniþróunarsjóður lagði einnig til styrki við fyrirtækið þegar þróun MedEye hófst.MedEye er komið í notkun á fjórum hollenskum sjúkrahúsum og verið er að innleiða kerfið á þremur til viðbótar. Að sögn Gauta Þórs hefur MedEye nú þegar sannað gildi sitt og komið í veg fyrir fjölda lyfjamistaka.„Sem dæmi hefur Deventer sjúkrahúsið í Hollandi verið með MedEye í notkun síðan í ágúst á síðasta ári og kerfið er nú notað við öll 250 sjúkrarúm spítalans. Á þessum tíma höfum við komið í veg fyrir yfir þúsund rangar lyfjagjafir.“Viðræður standa nú yfir við mörg stærstu sjúkrahús Hollands, þar á meðal háskólasjúkrahús. Gauti segir því von á fleiri góðum fréttum af fyrirtækinu.„Eftirspurnin eftir MedEye hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. Sjúkrahúsin eru að átta sig á því að MedEye er mun ódýrari og öruggari kostur í samanburði við keppinauta okkar.“
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent