Plötusala dregist saman um 81 prósent á áratug ingvar haraldsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Tekjur af íslenskri plötusölu hafur fallið hratt síðustu ár. Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira