Plötusala dregist saman um 81 prósent á áratug ingvar haraldsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Tekjur af íslenskri plötusölu hafur fallið hratt síðustu ár. Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“ Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira