Plötusala dregist saman um 81 prósent á áratug ingvar haraldsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Tekjur af íslenskri plötusölu hafur fallið hratt síðustu ár. Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Plötusala er fimmtungur af því sem hún var árin 2005 til 2006 þegar salan nam yfir 800 þúsund eintökum á ári. Árið 2015 seldust 154 þúsund geisladiskar og vínilplötur hér á landi. Þá hafa tekjur af sölu hljómplatna lækkað um 74 prósent. Tekjurnar námu 197 milljónum króna í fyrra en voru 756 milljónir króna árið 2006 á verðlagi síðasta árs. Sumar vikur dugar að selja tíu eintök til að komast inn á lista yfir tíu söluhæstu plötur vikunnar.Sölvi Blöndal býst við því að tekjur tónlistargeirans af streymi muni margfaldast næstu árin.Eiður Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda, bendir á að annað taki við af fallandi hljómplötusölu. Tekjur af streymisveitum hafa vaxið um 60-70 prósent á ári síðustu árin. Nú sé markaðshlutdeild streymisveitunnar Spotify orðin um 40 prósent en fyrirtækið greiðir tónlistarrétthöfum um 70 prósent af tekjum sínum. Samkvæmt áætlun Félags hljómplötuframleiðenda námu tekjur útgefenda og flytjenda vegna spilunar Spotify og Tónlist.is á íslenskri tónlist á Íslandi 32 milljónum króna á síðasta ári. „Það er alveg ljóst að reksturinn verður ekki í náinni framtíð með sama hætti og þegar geisladiskasala var og hét,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur Quarashi. „En þetta er ljós við endann á göngum,“ segir Sölvi. Hann er einn þeirra sem standa að nýstofnuðu útgáfufyrirtæki sem keypti útgáfuhluta Senu í lok júlí. „Það er enginn að veðja á geisladiskasölu í einhverju framtíðar tekjumódeli,“ segir Sölvi. „Það sem er að koma í staðinn er sala á stafrænni tónlist, einkum streymi sem lofar góðu,“ bætir Sölvi við.Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags hljómplötuframleiðenda.Eiður tekur undir það. „Þetta er framtíðin og er bara að vaxa og er fyrir neytendur upp til hópa gersamlega frábær þjónusta.“ Hann telur vandamálið hins vegar vera að áskriftargjaldið inn á streymisveitur sé of lágt. „Að borga 1.500-1.600 krónur á mánuði fyrir að hafa aðgang hvar og hvenær sem er að næstum allri tónlist í heiminum er alveg hlægilega góður díll.“ Þá segir Eiður að á móti minni plötusölu hafi mikilvægi tónleika og varningssölu aukist. „Einu sinni voru menn að túra til að auglýsa plötur en nú eru menn að gefa út plötur til að geta túrað. Það hefur einfaldalega snúist við.“ Það hafi alltaf verið fremur fámennur hópur sem hafi haft miklar tekjur af plötusölu, einna helst tónlistarmenn sem komið hafi fram sem einstaklingar. „Einfaldlega vegna þess að þegar þú tekur íslenska plötusölu og deilir í hagnaðarhlutann með fimm þá verður aldrei mikið eftir.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira