Handbolti

Svíar töpuðu aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungstirnið Lukas Nilsson labbar svekktur af velli á meðan Egyptar fagna.
Ungstirnið Lukas Nilsson labbar svekktur af velli á meðan Egyptar fagna. vísir/getty
Svíar töpuðu með einu marki, 26-25, gegn Egyptum í handknattleikskeppni ÓL í nótt og Króatía marði sigur á Argentínu, 27-26.

Svíar hafa þar með tapað báðum leikjum sínum á mótinu en þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik. Að sama skapi var þetta fyrsti sigur Egypta sem töpuðu fyrir Slóveníu með einu marki í fyrsta leik.

Eslam Eissa skoraði fimm mörk fyrir Egypta en markverðir liðsins vörðu aðeins fimm skot í leiknum. Samt unnu þeir leikinn.

Fredrik Petersen var markahæstur Svía með fimm mörk og Mattias Andersson varði sjö skot í markinu.

Króatar hafa ekki virkað sannfærandi á ÓL. Steinlágu gegn Katar í fyrsta leik og mörðu svo sigur á Argentínu í nótt en Argentína hefur tapað báðum sínum leikjum.

Manuel Strlek atkvæðamestur Króata með sjö mörk en Federico Fernandez skoraði átta mörk fyrir Argentínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×