Allt að helmingur nýrra lána Íslandslán Ingvar Haraldsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira