Allt að helmingur nýrra lána Íslandslán Ingvar Haraldsson skrifar 11. ágúst 2016 06:00 Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Nærri helmingur nýrra íbúðalána Landsbankans voru 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán á fyrstu 6 mánuðum ársins, svokölluð Íslandslán. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sagði við RÚV á sunnudaginn að til skoðunar væri að banna slík lán. Vinnan byggði meðal annars á tillögum verðtryggingarnefndar sem lagði til að stytta hámarkslánstíma slíkra lána í 25 ár. Íslandsbanki segir 73 prósent allra húsnæðislána hjá bankanum hafa verið verðtryggð á fyrstu þremur mánuðum ársins, og um 31 prósent af lánasafni bankans séu 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. Ekki fengust upplýsingar um skiptingu útlána hjá Arion banka.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir nærtækustu skýringuna á vinsældum Íslandslánanna vera að afborganirnar af þeim séu lægri en af öðrum lánum. Þá gæti stundum ákveðins misskilnings um lánaformið, ekki sé einvörðungu við verðtryggingu að sakast því lánin séu yfirleitt jafngreiðslulán. „Með jafngreiðsluláni er greiðslum dreift yfir mjög langan tíma og menn greiða ekki fulla greiðslu af láninu í hvert sinn þannig að hluti af greiðslubyrðinni flyst yfir á höfuðstólinn. Þess vegna eru menn að tala um að þeir borgi og borgi og borgi og sjái samt höfuðstólinn hækka.“ Verðtryggingarnefndin sagði Íslandslánin versta birtingarform verðtryggingar þar sem hætta væri á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og hærri vaxtakostnaði þar sem verðbótum væri velt yfir á höfuðstól. Breki segir hins vegar að ef greitt sé jafn mikið af verðtryggðum jafngreiðslulánum og óverðtryggðum lækki höfuðstóllinn jafn mikið í báðum tilfellum. Þá séu afborganir af óverðtryggðu jafngreiðsluláni nú allt að 50 prósent hærri en af verðtryggðu jafngreiðsluláni. Breki segist mótfallinn því að banna ákveðna lánaflokka. Frekar ætti að fræða almenning um mismunandi tegundir lána og tryggja að fólk skilji hvað felist í að taka lán. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það geta breytt áformum fólks um kaup á húsnæði verði hámarkslánstími verðtryggðra jafngreiðslulána styttur í 25 ár vegna þess hve mikið afborganir af lánum hækki. Sigurður Ingi benti á í samtali við RÚV um helgina að skoða mætti mótvægisaðgerðir fyrir þann hóp sem stytting á hámarkslánstíma kæmi illa við. Ásgeir nefnir að það geti verið skynsamlegt að leyfa ungu fólki sem sé að kaupa litlar íbúðir að taka hin löngu Íslandslán. „Það er allt annað þegar fólk á miðjum aldri er að fjármagna einbýlishús með þeim. Vegna þess að hættan við þessi lán er sú að þú sért ekki að greiða neitt af höfuðstól fyrstu 20 árin, og ef það kemur verðbólga færist það á höfuðstólinn, þannig að höfuðstóllinn belgist út við verðbólgu.“ Hluti Framsóknarflokksins, meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins, hefur talað fyrir því að verðtrygging verði alfarið bönnuð á neytendalánum. „Ég skil ekki hvaða vandamál það leysir og hverjum það á eiginlega að hjálpa,“ segir Ásgeir um bann við öllum verðtryggðum lánum.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira