Vöxtur útflutnings þarf að aukast Sæunn Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Útflutningur hefur vaxið hægt og orðið einsleitari, en ferðaþjónusta stendur nú undir þriðjungi heildarútflutnings segir í skýrslunni. Vísir/Pjetur Útflutningur hefur vaxið hægt síðustu ár og orðið einsleitari. Ísland er enn langt frá því að brúa framleiðnibilið gagnvart grannríkjum. Í stað hærri framleiðni vinnuafls hefur vinnuframlag Íslendinga aukist enn frekar miðað við samanburðarlönd. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að stórefla alþjóðageirann. Þetta kemur fram í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, sem kemur út í dag. Í ritinu eru helstu greiningar Íslandsskýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company frá 2012 uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar. Þegar skýrsla McKinsey kom út hafði Ísland glímt við viðvarandi viðskiptahalla og lága framleiðni. McKinsey lagði fram stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og stuðla að tilfærslu vinnuafls yfir í alþjóðageirann, þar sem vaxtartækifæri væru meiri. Það er mat Viðskiptaráðs að áhersla McKinsey á að auka framleiðni og uppbyggingu útflutningsgreina hafi náð áheyrn helstu hagsmunaaðila. Í ritinu kemur fram að vel hefur gengið að viðhalda ytra jafnvægi síðustu ár með lækkun erlendra skulda í kjölfar hagfelldra nauðasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna og viðskiptaafgangi. Blikur séu hins vegar á lofti um að það gæti raskast á næstu árum. Útflutningur hafi einnig þróast öfugt við markmið McKinsey um hraðan og fjölbreyttan útflutningsvöxt. Vöxtur útflutnings hafi verið undir markmiði á tímabilinu, á síðustu fjórum árum hefur landsframleiðsla vaxið um samtals tólf prósent á meðan útflutningur hefur vaxið um átta prósent. Vöxturinn hefur nær eingöngu verið drifinn áfram af ferðaþjónustu. Einsleitari útflutningur geri íslenska hagkerfið berskjaldaðra fyrir áföllum en áður. Til að tryggja ytra jafnvægi þarf bæði að tryggja að útflutningur þróist í samræmi við vöxt hagkerfisins og að erlend staða þjóðarbúsins versni ekki, það er að vöxtur hagkerfisins sé ekki tekinn að láni. Fram kemur í ritinu að um þriðjungur umbótatillagna sem mótaðar voru í kjölfar McKinsey-skýrslunnar, með Samráðsvettvangi, hafi verið innleiddur á síðustu árum. Vel hafi gengið að innleiða þær tillögur sem snúa að þjóðhagsrammanum, alþjóðageiranum og innlendri þjónustu og opinberri þjónustu. Lítil framvinda hafi hins vegar átt sér stað í auðlindageiranum. Viðskiptaráð telur það varhugavert, sérstaklega í ljósi þess að geirinn stendur undir bróðurparti af útflutningstekjum Íslands og aukningu þeirra undanfarin ár. Ólíklegt er að allar tillögur Samráðsvettvangsins komist til framkvæmda. Viðskiptaráð telur engu að síður að tillögurnar myndi mikilvægan grunn fyrir framtíðarstefnumörkun í efnahagsmálum og því sé afar brýnt að halda áfram með umfjöllun um efni þeirra. Ein lykilskilaboð Íslandsskýrslu McKinsey voru að útflutningsvöxtur þyrfti að stærstum hluta að koma frá alþjóðageiranum, þeim hluta hagkerfisins sem flytur út vörur og þjónustu án þess að treysta á náttúruauðlindir. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að mati Viðskiptaráðs að stórefla alþjóðageirann. Íslendingar reiði sig í meiri mæli en áður á nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda, en heildarumsvif fyrirtækja innan alþjóðageirans hafi staðið í stað. Stjórnvöld þurfi áfram að vinna að umbótum sem styðja við hagvaxtaráætlun Íslands til lengri tíma litið. Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Útflutningur hefur vaxið hægt síðustu ár og orðið einsleitari. Ísland er enn langt frá því að brúa framleiðnibilið gagnvart grannríkjum. Í stað hærri framleiðni vinnuafls hefur vinnuframlag Íslendinga aukist enn frekar miðað við samanburðarlönd. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að stórefla alþjóðageirann. Þetta kemur fram í nýju riti Viðskiptaráðs, Leiðin að aukinni hagsæld, sem kemur út í dag. Í ritinu eru helstu greiningar Íslandsskýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company frá 2012 uppfærðar, efnahagsleg framvinda síðustu ára rýnd í ljósi niðurstaðna hennar og mat lagt á framvindu umbótatillagna sem lagðar voru fram í kjölfar útgáfu hennar. Þegar skýrsla McKinsey kom út hafði Ísland glímt við viðvarandi viðskiptahalla og lága framleiðni. McKinsey lagði fram stefnu um að auka framleiðni í innlendri þjónustu og stuðla að tilfærslu vinnuafls yfir í alþjóðageirann, þar sem vaxtartækifæri væru meiri. Það er mat Viðskiptaráðs að áhersla McKinsey á að auka framleiðni og uppbyggingu útflutningsgreina hafi náð áheyrn helstu hagsmunaaðila. Í ritinu kemur fram að vel hefur gengið að viðhalda ytra jafnvægi síðustu ár með lækkun erlendra skulda í kjölfar hagfelldra nauðasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna og viðskiptaafgangi. Blikur séu hins vegar á lofti um að það gæti raskast á næstu árum. Útflutningur hafi einnig þróast öfugt við markmið McKinsey um hraðan og fjölbreyttan útflutningsvöxt. Vöxtur útflutnings hafi verið undir markmiði á tímabilinu, á síðustu fjórum árum hefur landsframleiðsla vaxið um samtals tólf prósent á meðan útflutningur hefur vaxið um átta prósent. Vöxturinn hefur nær eingöngu verið drifinn áfram af ferðaþjónustu. Einsleitari útflutningur geri íslenska hagkerfið berskjaldaðra fyrir áföllum en áður. Til að tryggja ytra jafnvægi þarf bæði að tryggja að útflutningur þróist í samræmi við vöxt hagkerfisins og að erlend staða þjóðarbúsins versni ekki, það er að vöxtur hagkerfisins sé ekki tekinn að láni. Fram kemur í ritinu að um þriðjungur umbótatillagna sem mótaðar voru í kjölfar McKinsey-skýrslunnar, með Samráðsvettvangi, hafi verið innleiddur á síðustu árum. Vel hafi gengið að innleiða þær tillögur sem snúa að þjóðhagsrammanum, alþjóðageiranum og innlendri þjónustu og opinberri þjónustu. Lítil framvinda hafi hins vegar átt sér stað í auðlindageiranum. Viðskiptaráð telur það varhugavert, sérstaklega í ljósi þess að geirinn stendur undir bróðurparti af útflutningstekjum Íslands og aukningu þeirra undanfarin ár. Ólíklegt er að allar tillögur Samráðsvettvangsins komist til framkvæmda. Viðskiptaráð telur engu að síður að tillögurnar myndi mikilvægan grunn fyrir framtíðarstefnumörkun í efnahagsmálum og því sé afar brýnt að halda áfram með umfjöllun um efni þeirra. Ein lykilskilaboð Íslandsskýrslu McKinsey voru að útflutningsvöxtur þyrfti að stærstum hluta að koma frá alþjóðageiranum, þeim hluta hagkerfisins sem flytur út vörur og þjónustu án þess að treysta á náttúruauðlindir. Til að hagvöxtur geti bæði verið kröftugur og sjálfbær til lengri tíma þarf að mati Viðskiptaráðs að stórefla alþjóðageirann. Íslendingar reiði sig í meiri mæli en áður á nýtingu takmarkaðra náttúruauðlinda, en heildarumsvif fyrirtækja innan alþjóðageirans hafi staðið í stað. Stjórnvöld þurfi áfram að vinna að umbótum sem styðja við hagvaxtaráætlun Íslands til lengri tíma litið.
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent