Stjórnvöld hefðu getað stigið stærri skref við losun hafta Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Stjórnvöld hefðu í ljósi aðstæðna getað stigið stærri skref við losun hafta en kynnt voru í gær. Þetta segir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Hagfræðingur hjá Arion banka segir aðstæður til losunar hafta aldrei hafa verið betri. Stjórnvöld kynntu í gær frumvarp sem mun draga úr höftum á heimili og fyrirtæki í landinu. Verði frumvarpið að lögum mun bein erlend fjárfesting innlendra aðila verða ótakmörkuð en háð staðfestingu Seðlabankans. Meðal aðgerða sem einstaklingar munu finna fyrir er að ýmsar sértækar takmarkanir verða afnumdar eða rýmkaðar, meðal annars heimildir einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þurfum ekki að búa við höft Fjármálaráðherra segir að með frumvarpinu sé stigið veigamikið en varfærnislegt skref í átt að fullri losun fjármagnshafta. En hefði á þessum tímapunkti verið hægt að stíga stærra skref við losun hafta? „Já ég tel að svo sé. Ég tel að í raun miðað við þær aðstæður sem ríkja í dag að þá er í raun ekkert sem að segir okkur að við þurfum að búa við höft á Íslandi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka efnahagslífsins. Hagvöxtur sé sterkur hér á landi, gjaldeyrisvaraforðinn rúmur og efnahagshorfur góðar. Því óttast hún ekki að hér hefði orðið verulegt útflæði fjármagns ef stigin hefðu verið stærri skref. „En ég ítreka að ég skil vel að við viljum fara varfærin skref og ganga úr skugga um, auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, hvort að það sé einhver hætta á ferð,“ segir Ásdís.Aldrei betri aðstæðurHrafn Steinarsson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að um jákvæð og tímabær skref sé að ræða. Aðstæður í hagkerfinu til að stíga þessi skref séu mjög heppilegar.Hafa aðstæður, til að grípa til þessara aðgerða, einhvern tímann verið betri?„Ég get ekki séð það að aðstæður hafi nokkurn tímann verið betri. Ef að litið er á hreinan gjaldeyrisforða Seðlabankans að þá hefur hann aldrei verið sterkari, þó litið sé aftur áratugi,“ segir Hrafn. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af gengi krónunnar í kjölfar þessara aðgerða. „Það getur verið að hún veikist eitthvað, en það er alveg jafn líklegt að gengið haldist stöðugt eða jafnvel að það styrkist eitthvað áfram,“ segir Hrafn.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira