Íslenskur sýndarveruleiki gerir Everest öllum kleifan Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 21:30 Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest. Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest.
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira