Íslenskur sýndarveruleiki gerir Everest öllum kleifan Una Sighvatsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 21:30 Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Að klífa Everest er ein mesta þrekraun sem um getur enda lætur fjöldi fjallgöngugarpa þar lífið á ári hverju. Með hjálp nútímatækni er hæsti tindur jarðar hinsvegar öllum kleifur, í sýndarveruleika sprotafyrirtækisins Sólfars, sem kom á markað í gær. „Það er svona fyrst í dag sem við sjáum fram á að geta endurskapað svona upplifanir með sannfærandi hætti en þetta er margra ára verk ennþá og mun þróast á næstu 4-5 árum," segir Kjartan Pierre Emilsson annar stofnanda Sólfars, og framkvæmdastjóri. Og fréttamaður getur vottað að upplifunin er sannfærandi, eftir að hafa fengið að prófa. Það sem kann að líta út eins og skítugt gólfteppi, er í sýndarveruleikanum snjóbarið tjald í þriðju búðum Everest.Kjartan Pierre Emilsson segir að sýndarveruleikatæknin eigi eftir að taka enn meiri framförum á næstu árum.Stóru tæknirisarnir veðja á sýndarveruleikann Með því að veðja á sýndarveruleikann er Sólfar að elta stóra framleiðendur eins og Facebook, Sony og Samsung sem virðast trúa því að þessi tækni sé framtíðin. „Þetta eru allt risastórir aðilar sem eru að taka þetta veðmál. Þeir munu þurfa innihald fyrir þennan nýja miðil og við erum að veðja á að það muni skapast þörf fyrir þetta á næstu árum," segir Kjartan. Everest er ekki leikur heldur endursköpun á veruleika sem umlykur notandann. Þótt gólfið sé slétt bregst jafnvægisskinið bregst þegar sýndarveruleikinn leiðir mann yfir jökulsprungur og eftir hrímuðum stiga upp þverhnípt stálið. Sé litið um öxl á miðri leið blasir fjalladýrð Himalaya við sjónum. Og svo er fagnað á hæsta tindi. Það er erfitt að lýsa hughrifunum af því að setja sýndarveruleikagleraugun á sig. Notandinn hverfur algjörlega inn í annan heim og finnst hann raunverulega standa á tindi Everest.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira