Skilaskussarnir verði persónulega ábyrgir Ingvar Haraldsson skrifar 5. ágúst 2016 07:00 Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs ríkisskattstjóra, kallar eftir því að fyrirsvarsmenn fyrirtækja verði persónulega dregnir til ábyrgðar og þeir sektaðir skili félögin ekki skattskýrslum á réttum tíma. „Það er bara staðreynd að það eru allt of margir sem skila ekki skattframtölum á réttum tíma,“ segir Sigurður. Í grein í Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, bendir hann á að 27,1 prósent allra félaga eða 10.628 félög hafi ekki skilað skattframtali innan lögbundins tímafrests og hlotið álagningu vegna rekstrarársins 2014. Þá hafi skattskýrslum fyrir 1.854 félög eða 6,1 prósent þeirra ekki skilað neinu skattframtali fyrir síðustu fimm ár. Sigurður segir að í umferðinni séu bílstjórar sektaðir fyrir að brjóta umferðarlög. Hið sama gildi hins vegar ekki um forsvarsmenn hlutafélaga. „Menn geta fyrir hönd lögaðila sem þeir stýra sleppt því að skila inn skattskýrslum, virðisaukaskattskýrslum og flestum öðrum lögbundnum skattskilagögnum án þess að nokkuð bíti á þá persónulega fyrir þessa vanrækslu,“ ritar Sigurður. Auk sekta á forsvarsmenn félaga gæti komið til álita að leggja umsýslugjald á lögaðila sem félli niður ef tekjuskattur eða tryggingargjald færi yfir þá fjárhæð. Í greininni í Tíund bendir Sigurður á að tekjuskattskyldum félögum hafi fjölgað um tæplega þrjátíu þúsund frá árinu 1992 og séu nú 39.189. Af þeim hafi 73 prósent ekki skilað neinum tekjuskatti fyrir árið 2014, 59 prósent hafi ekki greitt nein laun og þar af leiðandi ekkert tryggingargjald. Hins vegar hafi utanumhald um öll þessi félög í för með sér mikinn kostnað fyrir samfélagið. Sérstaklega þegar þurfi að fara ofan í kjölinn á rekstri félaganna og áætla skattstofna þar sem félögin skili ekki skattskýrslum. „Þessi kostnaður er ekki greiddur af þeim sem eiga félögin því meirihluti þeirra skilar ekki neinu til samfélagsins.“ Þá spyr Sigurður hvort umburðarlyndi gagnvart „bílstjórum“ hlutafélaganna hafi búið til það sem hann kallar ótækt ástand. „Þegar hátt í einn þriðji er ekki að skila skattframtölum lögaðila er það vísbending um að menn beri ekki virðingu fyrir þessum skyldum sínum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira