Aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar kynntar í næstu viku Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2016 19:51 Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Frumvarp sem mun draga úr vægi verðtryggingar verður lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra. Full samstaða sé um málið í ríkisstjórn en þó sé ekki verið að afnema verðtrygginguna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun en þetta var fyrsti fundur hennar eftir sumarhlé. Á honum var meðal annars farið yfir þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og þau áherslumál sem hún vill klára fyrir kosningar. Er afnám verðtryggingar eitt af þessum málum?„Aðgerðir í húsnæðismálum og lánamálum sem að tengjast verðtryggingu eru mál sem að við höfum verið að skoða,” segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.Afnám verðtryggingar fyrir kosningarSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sagt forgangsmál að losa samfélagið úr viðjum verðtryggingar áður en gengið verði til kosninga. Ríkisstjórnin hefði á fyrri part árs 2014 samþykkt með hvaða hætti yrði unnið að afnámi verðtryggingar „Og við vorum búin að leggja drög að því að halda mikla kynningu í Hörpu, eins og við höfum gert tvisvar áður á kjörtímabilinu, halda hana í september, þar sem við myndum kynna mjög flott plan í þessu verðtryggingarmáli," sagði Sigmundur Davíð í Bítinu á Bylgjunni í gær.Draga úr vægi verðtryggingarBjarni segist ekki tilbúinn að segja til um hvenær aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum verða kynntar. „En þess er að vænta að við munum boða í tengslum við nýtt þing aðgerðir í húsnæðismálum sem að eiga að gera ungu fólki sérstaklega, kleift að safna fyrir höfuðstól og greiða niður skuldir þannig að fleiri Íslendingar geti búið í eigin húsnæði til framtíðar. Það er auðvitað aðal verkefni okkar,“ segir Bjarni.Fela þær aðgerðir í sér afnám verðtryggingar?„Það er ekki hægt að tala um að við séum að fara í einhvers konar einfalt afnám verðtryggingar í tengslum við þetta, það get ég ekki sagt,“ segir Bjarni. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir ríkisstjórn í næstu viku og í kjölfarið fyrir þingflokka. Með þessum aðgerðum sé verið að bregðast við þeirri staðreynd að 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán geri ungu fólki helst kleift að kaupa fasteign. Aðgerðirnar muni draga úr vægi verðtryggingarinnar en ekki afnema hana.Aldrei talað fyrir því að afnema verðtryggingunaSamkvæmt þessu talar formaður Framsóknarflokksins um mikilvægi þess að afnema verðtrygginguna fyrir kosningar en fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins talar hins vegar um að draga úr vægi hennar.En Bjarni, er samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til þessara aðgerða sem þú nefnir?„Já það tel ég alveg tvímælalaust vera.“Þannig að formaður Framsóknarflokksins talar um afnám verðtryggingar en þú talar um að draga úr vægi hennar?„Ég hef aldrei talað fyrir því að á Íslandi væri hægt með einu pennastriki að afnema verðtrygginguna úr efnahagslífinu, ég hef aldrei talað fyrir því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent