Dunkin Donuts svara Aðalheiði: „Nóg framboð af sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja að þeirra skoðun sé skoðun allra“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2016 18:07 Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Vísir „Við skiptum okkur ekki af rekstri Kaffitárs en ég bendi á að við hjá 10-11 rákum Inspired By Iceland verslun í brottfararsal flugstöðvarinnar og rétt eins og Kaffitár þá töpuðum við í útboðinu árið 2014,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem á og rekur verslanir 10-11 og kaffihús Dunkin´Donuts, í tilkynningu þar sem hann svarar orðum Aðalheiðar Héðinsdóttur, forstjóra Kaffitárs, um opnun Dunkin´ Donuts í komuverslun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Aðalheiður sagði í samtali við Vísi í gær að að það sé fyrst og fremst sorglegt að Dunkin´ Donuts sé að opna í flugstöðinni og að fólk vilji almennt hafa flugstöðina íslenska. Kaffitár rak tvo kaffibari í flugstöðinni, en samningur við þau var ekki endurnýjaður árið 2014 og Joe and the Juice kom í staðinn.Basko á og rekur verslanir 10-11 og kaffihús Dunkin´ Donuts.„Auðvitað vorum við ósátt en ákváðum að bregðast þannig við að styrkja okkur frekar á öðrum sviðum og halda áfram að berjast. Í viðskiptum er ekki hægt að ætlast til þess að maður sigri alla bardaga sem farið er í. Maður þarf að velja í hvað maður setur orkuna sína og ef þeim hjá Kaffitári finnst henni best varið í að tala niður önnur fyrirtæki þá er það þeirra mál,“ segir Sigurður. Fjöldi erlendra ferðamanna fer í gegnum flugstöðina á hverjum degi og hefur því ferið fleygt fram að slíkir hafi lítinn áhuga á að sjá erlend vörumerki eins og Dunkin Donuts hér á landi. „Þetta heyrðum við oft áður en við opnuðum Dunkin á Laugaveginum en eins og ég sagði áðan þá viljum við að viðskiptavinir okkar hafi val. Það er nóg framboð af sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja að þeirra skoðun sé skoðun allra. Í verslun Dunkin Donuts á Laugaveginum eru um það bil 70% allra viðskiptavina okkar erlendir gestir og höfum við fengið jákvæð viðbrögð og sýnir það sig meðal annars með endurteknum komum þeirra á meðan á dvölinni á Íslandi stendur,“ segir Sigurður. 10-11 hefur rekið verslun í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2006 og þegar sérleyfissamningur við Dunkin Donuts var undirritaður var eitt af tækifærunum sem forsvarsmenn Basko sáu að opna Dunkin inni í komuversluninni. „Nú standa yfir breytingar og hluti af þeim breytingum er að við ætlum að bjóða viðskiptavinum okkar upp á veitingar frá Dunkin. Ásamt því að vera með hágæða kaffi, kleinuhringi og aðrar veitingar frá Dunkin Donuts verður einnig opnað eldhús undir merkjum Ginger. Þar verður heilsufæði eldað á staðnum, eins og kjúklingaréttir, salöt, vefjur og boost. Með þessu gefum við viðskiptavinum okkar breiðara úrval af veitingum á mjög hagstæðu verði, en eitt af því sem við höfum lært af rekstri okkar er einmitt það að viðskiptavinurinn vill hafa val. Við áttum okkur á því að það er viðskiptavinurinn sem ræður og við aðlögum okkur að því“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Við skiptum okkur ekki af rekstri Kaffitárs en ég bendi á að við hjá 10-11 rákum Inspired By Iceland verslun í brottfararsal flugstöðvarinnar og rétt eins og Kaffitár þá töpuðum við í útboðinu árið 2014,“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem á og rekur verslanir 10-11 og kaffihús Dunkin´Donuts, í tilkynningu þar sem hann svarar orðum Aðalheiðar Héðinsdóttur, forstjóra Kaffitárs, um opnun Dunkin´ Donuts í komuverslun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.Aðalheiður sagði í samtali við Vísi í gær að að það sé fyrst og fremst sorglegt að Dunkin´ Donuts sé að opna í flugstöðinni og að fólk vilji almennt hafa flugstöðina íslenska. Kaffitár rak tvo kaffibari í flugstöðinni, en samningur við þau var ekki endurnýjaður árið 2014 og Joe and the Juice kom í staðinn.Basko á og rekur verslanir 10-11 og kaffihús Dunkin´ Donuts.„Auðvitað vorum við ósátt en ákváðum að bregðast þannig við að styrkja okkur frekar á öðrum sviðum og halda áfram að berjast. Í viðskiptum er ekki hægt að ætlast til þess að maður sigri alla bardaga sem farið er í. Maður þarf að velja í hvað maður setur orkuna sína og ef þeim hjá Kaffitári finnst henni best varið í að tala niður önnur fyrirtæki þá er það þeirra mál,“ segir Sigurður. Fjöldi erlendra ferðamanna fer í gegnum flugstöðina á hverjum degi og hefur því ferið fleygt fram að slíkir hafi lítinn áhuga á að sjá erlend vörumerki eins og Dunkin Donuts hér á landi. „Þetta heyrðum við oft áður en við opnuðum Dunkin á Laugaveginum en eins og ég sagði áðan þá viljum við að viðskiptavinir okkar hafi val. Það er nóg framboð af sjálfskipuðum sérfræðingum sem telja að þeirra skoðun sé skoðun allra. Í verslun Dunkin Donuts á Laugaveginum eru um það bil 70% allra viðskiptavina okkar erlendir gestir og höfum við fengið jákvæð viðbrögð og sýnir það sig meðal annars með endurteknum komum þeirra á meðan á dvölinni á Íslandi stendur,“ segir Sigurður. 10-11 hefur rekið verslun í komusal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar frá árinu 2006 og þegar sérleyfissamningur við Dunkin Donuts var undirritaður var eitt af tækifærunum sem forsvarsmenn Basko sáu að opna Dunkin inni í komuversluninni. „Nú standa yfir breytingar og hluti af þeim breytingum er að við ætlum að bjóða viðskiptavinum okkar upp á veitingar frá Dunkin. Ásamt því að vera með hágæða kaffi, kleinuhringi og aðrar veitingar frá Dunkin Donuts verður einnig opnað eldhús undir merkjum Ginger. Þar verður heilsufæði eldað á staðnum, eins og kjúklingaréttir, salöt, vefjur og boost. Með þessu gefum við viðskiptavinum okkar breiðara úrval af veitingum á mjög hagstæðu verði, en eitt af því sem við höfum lært af rekstri okkar er einmitt það að viðskiptavinurinn vill hafa val. Við áttum okkur á því að það er viðskiptavinurinn sem ræður og við aðlögum okkur að því“ segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira