Verjandi Hreiðars Más: Ný gögn sýna fram á brot Sérstaks saksóknara Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2016 20:02 Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir að ný gögn í máli gegn honum sýni fram á að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi brotið gegn umbjóðanda sínum, með því að veita ekki aðgang að gögnum þegar mál hans var rekið fyrir héraðsdómi þar sem hann var sýknaður. Málið er nú í áfrýjunarferli fyrir Hæstarétti. Áður hafði héraðsdómur kveðið upp úrskurð um að sakborningar í þessu máli ættu rétt á aðgengi að öllum gögnum sem Sérstakur saksóknari hefði aflað úr tölvukerfi Kaupþings og telur Hreiðar telur að það aðgengi hefði ráðið úrslitum í því að hann hafi verið sýknaður. Kæran á hendur starfsmönnunum embættisins var lögð fram hjá ríkissaksóknara 11. febrúar síðastliðinn og hefur málið verið til meðferðar þar síðan þá. Ákvörðun um hvort málið verði rannsakað eða fellt niður hefur ekki verið tekin. „Þetta eru gögn sem lúta að veðsetningum á skuldabréfum, sem voru útgefin af Deutsche Bank og þeim fjármunum sem ákært var fyrir í þessu máli,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más. „Þar er um að ræða ákveðnar lánveitingar og því er haldið fram af hálfu ákæruvaldsins í þessu máli að það hafi verið án nokkurra trygginga.“ Hörður segir að gögnin hafi meðal annars sýnt svart á hvítu að tryggigar hafi verið fyrir hendi í þeim skuldabréfum sem um ræðir í málinu.Mikilvægt upp á framtíðina að gera „Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því eða hvað það var nákvæmlega sem gerði það að verkum að þessi gögn skiluðu sér ekki inn í málið. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að ríkissaksóknari fái skýringar á því, ef einhverjar eru, hvernig á þessu stendur,“ segir Hörður Felix. Í tölvupósti frá Birni Þorvaldssyni, saksóknara, frá því í maí er verjendum málsins gerð grein fyrir því að vinna standi yfir við samantekt málsganga fyrir Hæstarétt. Vegna þessa og niðurstöðu héraðsdóms í málinu afhendir ákæruvaldið verjendum gögn í málinu sem ætla má að verði lögð fram sem sönnunargögn fyrir Hæstarétti. „Þetta er nokkuð sérstakt í þessu tilfelli, sökum þess að í þessu tilfelli er verjendum sendur tölvupóstur með skýringum á því að þarna, erum við upplýstir um þessi tíu símtöl, sem ekki voru lögð fram í héraði þar sem ákæruvaldið taldi þau ekki skipta neinu máli.“ Hörður segir málið skipta miklu að því leyti að það þurfi að fá á hreint hvernig þessum málum skuli hagað til frambúðar. „Ég tel algjörlega ótækt að aðgangur ákærðra manna og verjenda þeirra sé jafn takmarkaður og hann hefur verið í þessum málum sem kennd hafa verið við hrunið.“ Hreiðar Már hefur tvisvar áður kært embætti sérstaks saksóknara en í báðum tilfellum voru málin felld niður. „Þetta mál núna er allt annars eðlis. Þetta eru önnur atvik sem um ræðir þannig ég held að fyrri mál hafi ekki fordæmis gildi eða neina þýðingu við úrlausn þessa,“ segir Hörður Felix. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir að ný gögn í máli gegn honum sýni fram á að starfsmenn Sérstaks saksóknara hafi brotið gegn umbjóðanda sínum, með því að veita ekki aðgang að gögnum þegar mál hans var rekið fyrir héraðsdómi þar sem hann var sýknaður. Málið er nú í áfrýjunarferli fyrir Hæstarétti. Áður hafði héraðsdómur kveðið upp úrskurð um að sakborningar í þessu máli ættu rétt á aðgengi að öllum gögnum sem Sérstakur saksóknari hefði aflað úr tölvukerfi Kaupþings og telur Hreiðar telur að það aðgengi hefði ráðið úrslitum í því að hann hafi verið sýknaður. Kæran á hendur starfsmönnunum embættisins var lögð fram hjá ríkissaksóknara 11. febrúar síðastliðinn og hefur málið verið til meðferðar þar síðan þá. Ákvörðun um hvort málið verði rannsakað eða fellt niður hefur ekki verið tekin. „Þetta eru gögn sem lúta að veðsetningum á skuldabréfum, sem voru útgefin af Deutsche Bank og þeim fjármunum sem ákært var fyrir í þessu máli,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más. „Þar er um að ræða ákveðnar lánveitingar og því er haldið fram af hálfu ákæruvaldsins í þessu máli að það hafi verið án nokkurra trygginga.“ Hörður segir að gögnin hafi meðal annars sýnt svart á hvítu að tryggigar hafi verið fyrir hendi í þeim skuldabréfum sem um ræðir í málinu.Mikilvægt upp á framtíðina að gera „Ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því eða hvað það var nákvæmlega sem gerði það að verkum að þessi gögn skiluðu sér ekki inn í málið. Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að ríkissaksóknari fái skýringar á því, ef einhverjar eru, hvernig á þessu stendur,“ segir Hörður Felix. Í tölvupósti frá Birni Þorvaldssyni, saksóknara, frá því í maí er verjendum málsins gerð grein fyrir því að vinna standi yfir við samantekt málsganga fyrir Hæstarétt. Vegna þessa og niðurstöðu héraðsdóms í málinu afhendir ákæruvaldið verjendum gögn í málinu sem ætla má að verði lögð fram sem sönnunargögn fyrir Hæstarétti. „Þetta er nokkuð sérstakt í þessu tilfelli, sökum þess að í þessu tilfelli er verjendum sendur tölvupóstur með skýringum á því að þarna, erum við upplýstir um þessi tíu símtöl, sem ekki voru lögð fram í héraði þar sem ákæruvaldið taldi þau ekki skipta neinu máli.“ Hörður segir málið skipta miklu að því leyti að það þurfi að fá á hreint hvernig þessum málum skuli hagað til frambúðar. „Ég tel algjörlega ótækt að aðgangur ákærðra manna og verjenda þeirra sé jafn takmarkaður og hann hefur verið í þessum málum sem kennd hafa verið við hrunið.“ Hreiðar Már hefur tvisvar áður kært embætti sérstaks saksóknara en í báðum tilfellum voru málin felld niður. „Þetta mál núna er allt annars eðlis. Þetta eru önnur atvik sem um ræðir þannig ég held að fyrri mál hafi ekki fordæmis gildi eða neina þýðingu við úrlausn þessa,“ segir Hörður Felix.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira